Bjarki Pétursson. Mynd: Í einkaeigu.
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 12. 2012 | 07:00

GB: Bjarki Pétursson fór holu í höggi á Meistaramóti Golfklúbbs Borgarness

Efnilegasti kylfingur Íslands 2011 og Íþróttamaður Borgarness, Bjarki Pétursson gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 2. degi Meistaramóts Golfklúbbs Borgarness í gær. Höggið góða sló Bjarki á 14. holu Hamarsvallar. Fjórtánda braut er 139 metra af gulum teigum.

Bjarki er búinn að spila vel það sem af er Meistaramóts; hann er í 1. sæti í Meistaraflokki karla eftir 2 daga. Hann er á samtals sléttu pari (72 70) og á 16 högg á þann sem næstur kemur, Finn Jónsson, sem er í 2. sæti.  Fari svo að Bjarki sigri á Meistaramótinu er þetta 4. skiptið í röð sem hann verður klúbbmeistari Golfklúbbs Borgarness!

Golf 1 óskar Bjarka innilega til hamingju með draumahöggið!