
Sunna lék aftur á 71 höggi í dag og er í 12. sæti á European Girls Team Championship
Sunna Víðisdóttir, GR, er aldeilis að standa sig vel á European Girls Team Championship. Hún lék jafnt og gott golf í dag, kom inn á 71 höggi, sem er 1 undir pari á hinum erfiða St. Leon Rot golfvelli í Þýskalandi í dag, líkt og í gær og er því á samtals 142 höggum eftir 2. dag mótsins eða samtals 2 undir pari. Hún er búin að standa sig best íslensku stúlknanna, en 120 stúlkur taka þátt í mótinu og ljóst að Sunna er meðal topp10%.
Sú sem geystist upp skortöfluna og stóð sig ekki síður vel en Sunna er Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Hún var í 71. sæti í gær fyrir miðjum hóp og sú sem hafði leikið næstbest af stúlkunum 6 í íslenska liðinu. Guðrún Brá lék líkt og Sunna á 71 höggi í dag og er samtals búin að spila á 148 höggum (77 71). Hún hækkaði sig úr 71. sæti í 46. sætið, sem er flott hjá Guðrúnu Brá!
Hinar 4 stúlkurnar sem þátt taka fyrir Íslands hönd eru í 97. sæti eða neðar í mótinu.
Íslenska liðið er því eftir sem áður í 18. sæti af 20 liðum sem þátt taka.
Í þrjú efstu sætin á mótinu hafa enskar stúlkur raðað sér þ.e. Elizabeth Mallett og Georgia Hall, sem báðar eru á samtals 11 undir pari og Charley Hull er í 3. sæti á 10 undir pari. Enska liðið er einnig í 1. sæti í liðakeppninni.
Golf 1 óskar íslenska liðinu góðs gengis á morgun!
Sjá má stöðuna eftir 2. dag í St. Leon Rot með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 13. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2022)
- ágúst. 13. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Ben Hogan og Garðar Rafn Halldórsson – 13. ágúst 2022
- ágúst. 13. 2022 | 15:00 Evróputúrinn: Haraldur Franklín á -1 á ISPS Handa World Inv. e. 3. dag
- ágúst. 12. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birgit Henriksen – 12. ágúst 2022
- ágúst. 11. 2022 | 18:00 GSÍ: Fjöldi kylfinga á Íslandi aldrei verið meiri
- ágúst. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Helga Laufey Guðmundsdóttir – 11. ágúst 2022
- ágúst. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ellý Steinsdóttir – 10. ágúst 2022
- ágúst. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erna Elíasdóttir —– 9. ágúst 2022
- ágúst. 9. 2022 | 14:00 Ágúst Ársælsson klúbbmeistari í Svíþjóð
- ágúst. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson —— 8. ágúst 2022
- ágúst. 8. 2022 | 08:00 Evróputúrinn: Callum Shinkwin sigraði á Cazoo Open
- ágúst. 7. 2022 | 20:00 AIG Women’s Open 2022: Ashleigh Buhai sigraði!!!
- ágúst. 7. 2022 | 17:30 Íslandsmótið 2022: Kristján Þór og Perla Sól Íslandsmeistarar 2022!!!
- ágúst. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2022
- ágúst. 7. 2022 | 15:15 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-3 og Bjarki T-35 á Vierumäki Finnish Challenge