Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2012 | 17:30

Jason Day tekur ekki þátt í Opna breska – ætlar að vera heima hjá nýfæddum syni sínum

Jason Day hefir sagt sig úr Opna breska og ætlar þess í stað að vera heima hjá nýfæddum syni sínum og konu sinnar Ellie.

Þessi ákvörðun kemur ekki á óvart hjá hinum 24 ára Ástrala, sem alltaf hefir sagt að fjölskylda sín hafi algeran forgang. Ellie fæddi son þeirra, sem þegar hefir hlotið nafnið Dash James Day, kl. 10:15 í gær. Hann er fyrsta barn þeirra.

Jason Day er sem stendur nr. 21 á heimslistanum. Fyrir ári síðan varð hann bæði nr. 2 á Masters og Opna bandaríska.

Það er enginn sem kemur í stað Jason, á Opna breska,  sem hefst 19. júlí, þar til tryggt er hversu mikið leikmannatala fari undir 156. Sem stendur eru 155 þátttakendur og talið að 2 laus sæti verði í mótinu því eiginkona Webb Simpson á von á öðru barni þeirra hjóna og talið er að Simpson muni ekki spila, þó hann hafi ekki formlega dregið sig úr mótinu.