Suzann Pettersen 2012.
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2012 | 09:00

Suzann Pettersen kemur nakin fram

Nú eru nýjustu myndirnar af nöktum íþróttamönnum í ESPN Body Issue farnar að flæða um vefinn. Þ.á.m. er mynd af „norsku frænku okkar“, nr. 3 á Rolex-heimslista kvenkylfinga, Suzann Pettersen, sem kemur nakin fram í blaðinu.

Í viðtali við Sports Illustrated sagði Suzann m.a. um myndatökuna:

„Margt af bestu íþróttamönnum heims hafa setið fyrir og mér fannst frábært að ég var beðin að sitja fyrir. Ég hugsaði um að vera nakin og allt en ég í raun hugsaði aldrei um að taka þetta ekki að mér. Ég varð bara að ganga úr skugga um að mér finndist þægilegt að gera þetta. Þetta er eins náttúrulegt og það gerist. Þetta er heilbrigði í sínu æðsta formi.“