Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2012 | 15:30

EPD: Stefán Már í 16. sæti og Þórður Rafn í 27. sæti á Bayreuth Open

Stefán Már Stefánsson, GR og Þórður Rafn Gissurarson, GR, hafa nú lokið leik í Bayreuth Open mótinu í Bayreuth í Þýskalandi.

Stefán Már lauk leik á 3 undir pari (74 69 70) átti enn einn flotta hringinn í dag þegar hann kom í hús á 70 höggum. Á hringnum fékk Stefán Már 4 fugla og 2 skolla. Hann varð í 16. sæti.

Þórður Rafn bætti leik sinn frá því í gær var aftur á 71 höggi eins og fyrsta daginn. Á hringnum í dag fékk Þórður Rafn tvo fugla og 1 skolla.  Samtals var Þórður Rafn á sléttu pari (71 74 71) og lauk leik í 27. sæti.

Sjá má úrslitin á Bayreuth Open með því að SMELLA HÉR: