Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2012 | 18:00

Golfklúbbur Hellu í 60 ár – vísur (11. hluti af 12) – tekið saman af Ólafi Stolzenwald

Í kvöld verður næstsíðasti þ.e. 11. hluti þessarar samantektar Ólafs Stolzenwald birt,  en hér fer hluti sögu Golfklúbbsins Hellu, sem fagnar 60 ára afmæli sínu í ár. Hér er komið að nokkrum góðum vísum, sem orktar hafa verið í gegnum tíðina af félagsmönnum GHR:

„Svavar heitinn Friðleifsson hafði verið að kenna eldri borgurum að pútta. Þegar hann varð sjötugur fór hann í ferð og þurfti þá Svavar Hauksson að leysa hann af. Þetta varð tilefni eftirfarandi ljóðs.

Dýrðlingurinn

Svavar Friðleifs göfgar geð,

golfið bregst ei honum,

æfir pútt til yndis með

eldri borguronum.

 

Mælir hátt af hvellum róm,

hvergi leggst í dvala,

leggur sína list í dóm,

lætur verkin tala.

 

Mannblendinn og hjartahlýr,

það held ég dæmin sanni,

yfir réttri elsku býr

enda gull af manni.

 

Feikilega fylginn sér,

fylltur góðum kenndum,

í guðatölu talinn er

af trylltum aðdáendum.

 

Er hann þurfti að fara í frí,

fátt var þá til varnar.

Svavar Hauksson sinnti því

að sjá um æfingarnar.

 

Kennsla hans þó hljómgrunn fékk,

henni fylgdi kraftur,

en fólkið víst af göflum gekk,

er goðið birtist aftur.

 

Skála fyrir manni má,

mest í heiðurs skyni,

dýrðlingi, sem  sýslan á,

Svavari Friðleifssyni.

 

Heilræði í golfi

 

Í golfi ýmist grobb og raus

gerir engan stoltan,

reyndu bara að halda haus

og horfa niður á boltann.

 

Þótt í golfi bax þig böggi,

brúkaðu ekki stera,

til að fara holu í höggi

heppinn þarftu að vera.

 

Þegar illa gengur.

 

Heim að snauta hæfir mér,

hvergi þraut í lagi,

handan brautar oftast er

eins og naut í flagi.

 

On´af stalli er ég fallinn,

ýmsa galla ber,

nú áttu pallinn elsku kallinn

ég ætti að halla mér.

 

Bj.Þ.

———————————————–ö——————————————————-