Íslandsmót unglinga í holukeppni: Birgir Björn Magnússon – Íslandsmeistari í drengjaflokki 2012
Það er Birgir Björn Magnússon, GK, sem er nýr Íslandsmeistari í holukeppni í drengjaflokki 2012. Hann vann Aron Snæ Júlíusson, GKG, í úrslitum 1/0. Aron Snær hlaut því 2. sætið á Íslandsmótinu í holukeppni í piltaflokki. Birgir Björn, Íslandsmeistari var þar áður búinn að sigra Óðinn Þór Ríkharðsson, GKG 5/4, í fjögurra manna úrslitunum og Aron Snær var þar áður búinn að vinna, Gísla Sveinbergsson, GK, 2/1 í fjögurra manna úrslitunum. Það voru því Óðinn Þór og Gísli, sem mættust í leik um 3. sætið. Óðinn Þór hafði betur í viðureigninni gegn Gísla 3/1 og hlaut því þriðja sætið.
Íslandsmót unglinga í holukeppni: Gunnhildur Kristjánsdóttir – Íslandsmeistari í telpnaflokki 2012
Það er Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG, sem er nýr Íslandsmeistari í holukeppni í telpnaflokki 2012. Hún vann Ragnhildi Kristinsdóttur, GR, í úrslitum 1/0. Ragnhildur hlaut því 2. sætið á Íslandsmótinu í holukeppni í telpnaflokki. Gunnhildur, Íslandsmeistari var þar áður búin að sigra Söru Margréti Hinriksdóttur 5/4 í fjögurra manna úrslitunum og Ragnhildur vann einnig Helgu Kristínu Einarsdóttur, NK 3/2. Það voru því Sara Margrét og Helga Kristín sem mættust í leik um 3. sætið. Þar hafði Sara Margrét betur í viðureigninni gegn Helgu Kristínu 1/0 og hlaut því þriðja sætið.
Íslandsmót unglinga í holukeppni: Stefán Þór Bogason – Íslandsmeistari í piltaflokki 2012
Það er Stefán Þór Bogason, GR, sem er nýr Íslandsmeistari í holukeppni í piltaflokki 2012. Hann vann Ragnar Má Garðarson, GKG, í úrslitum 2/1. Ragnar Már hlaut því 2. sætið á Íslandsmótinu í holukeppni í piltaflokki. Stefán Þór, Íslandsmeistari var þar áður búinn að sigra Ísak Jasonarson, GK 5/4, í fjögurra manna úrslitunum og Ragnar Már var þar áður búinn að vinna klúbbfélaga sinn, Emil Þór Ragnarsson, GKG, 2/0 í fjögurra manna úrslitunum. Það voru því Ísak og Emil Þór, sem mættust í leik um 3. sætið. Ísak hafði betur í viðureigninni gegn Emil Þór 2/1 og hlaut því þriðja sætið.
Íslandsmótið í holukeppni: Guðrún Brá Björgvinsdóttir – Íslandsmeistari í holukeppni í stúlknaflokki 2012
Það er Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, sem er nýr Íslandsmeistari í holukeppni í stúlknaflokki 2012. Hún vann klúbbfélaga sinn Önnu Sólveigu Snorradóttur, GK, 2/1 í úrslitum. Anna Sólveig hlaut því 2. sætið á Íslandsmótinu í holukeppni í stúlkuflokki. Guðrún Brá, Íslandsmeistari var þar áður búin að sigra Högnu Kristbjörgu Knútsdóttur 4/2 í fjögurra manna úrslitunum og Anna Sólveig vann Guðrúnu Pétursdóttur, GR, 3/2. Það voru því Guðrún og Högna Kristbjörg, sem mættust í leik um 3. sætið. Þar hafði Guðrún betur í viðureigninni gegn Högnu Kristbjörgu 6/5 og hlaut því þriðja sætið.
Íslandsmót unglinga í holukeppni: Þóra Kristín Ragnarsdóttir – Íslandsmeistari í stelpuflokki 2012
Það er Þóra Kristín Ragnarsdóttir, GK, sem er nýr Íslandsmeistari í holukeppni í stelpuflokki 2012. Hún vann Sögu Traustadóttur, GR, í úrslitum 6/5. Saga hlaut því 2. sætið á Íslandsmótinu í holukeppni í stelpuflokki. Þóra Kristín Íslandsmeistari var þar áður búin að sigra Thelmu Sveinsdóttur 6/5 í fjögurra manna úrslitunum og Saga vann einnig klúbbfélaga sinn Evu Karenu Björnsdóttur, GR 3/2. Það voru því Thelma og Eva Karen sem mættust í leik um 3. sætið. Þar hafði Eva Karen betur í viðureigninni gegn Thelmu 5/4 og hlaut því þriðja sætið.
Íslandsmót unglinga í holukeppni: Atli Már Grétarsson – Íslandsmeistari í strákaflokki 2012
Það er Atli Már Grétarsson, GK, sem er nýr Íslandsmeistari í holukeppni í strákaflokki 2012. Hann vann Fannar Inga Steingrímsson, GHG, í úrslitum á 19. holu í bráðabana. Fannar Ingi hlaut því 2. sætið á Íslandsmótinu í holukeppni. Atli Már, Íslandsmeistari var þar áður búinn að sigra Eggert Kristján Kristmundsson, GR 3/2, í fjögurra manna úrslitunum og Fannar Ingi var þar áður búinn að vinna Henning Darra Þórðarson, GK, 2/0 í fjögurra manna úrslitunum. Það voru því Henning Darri og Eggert Kristján sem mættust í leik um 3. sætið. Henning Darri hafði betur í viðureigninni gegn Eggert Kristjáni 2/0 og hlaut því þriðja sætið.
Íslandsmót unglinga í holukeppni: 4 af 6 Íslandsmeistaratitlum til Keilis
Í dag lauk Íslandmóti unglinga í holukeppni á Þorláksvelli. Þar af fóru 4 af 6 Íslandsmeistaratitlum til krakkanna í Golfklúbbnum Keili, 1 til Golfklúbbs Reykjavíkur og 1 til Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Nánar verður fjallað um Íslandsmót unglinga í holukeppni hér á Golf 1 síðar. Nýir Íslandsmeistarar unglinga í holukeppni 2012 eru eftirfarandi: Í strákaflokki 14 ára og yngri: Atli Már Grétarsson, GK Í stelpuflokki 14 ára og yngri: Þóra Kristín Ragnarsdóttir, GK Í drengjaflokki 15-16 ára: Birgir Björn Magnússon, GK Í telpuflokki 15-16 ára: Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG Í piltaflokki 17-18 ára: Stefán Þór Bogason, GR Í stúlknaflokki 17-18 ára: Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK
Rory byrjar vel á PGA Championship
Rory McIlroy byrjar vel á síðasta risamóti ársins, PGA Championship, sem byrjaði á Kiawah Island í Suður-Karólínu í dag. Þegar hann á 3 holur óspilaðar er hann á 5 undir pari. Aðrir sem líka eru að standa sig vel eru Svíinn Carl Petterson og Hollendingurinn Joost Luiten en þeir deila sem stendur 1. sætinu með Rory. Petterson á hins vegar eftir að spila 6 holur og Luiten 8 holur. Martin Kaymer virðist alveg heillum horfinn er á 7 yfir pari eftir 13 holur og fátt sem minnir á meistarann mikla fyrir 2 árum síðan. Margir góðir eru skammt á leið komnir og enn aðrir eiga eftir að fara út s.s. Lesa meira
Íslandsmót unglinga í holukeppni: Lokastaðan í 4 manna úrslitum
Í morgun fóru fram 4 manna úrslit í Íslandsmóti unglinga á Þorláksvelli, í Þorlákshöfn. Hér eru helstu úrslit: Strákaflokkur 14 ára og yngri: Hjá 14 ára og yngri strákum vann Fannar Ingi Steingrímsson, GHG, Henning Darra Þórðarson, GK 2/0 og Atli Már Grétarsson, GK vann Eggert Kristján Kristmundsson, GR 3/2. Það eru því þeir Fannar Ingi, GHG og Atli Már, GK, sem keppa um Íslandsmeistaratitilinn í strákaflokki 2012! Stelpuflokkur 14 ára og yngri: Hjá 14 ára og yngri stelpum vann Þóra Kristín Ragnarsdóttir, GK, klúbbfélaga sinn Thelmu Sveinsdóttur 6/5 og Íslandsmeistarinn í höggleik stelpna 2012 Saga Traustadóttir, GR vann klúbbfélaga sinn Evu Karenu Björnsdóttur, GR 3/2. Það verða því Þóra Kristín, GK Lesa meira
GHD: Kjúklingarnir ruku út fyrir fugla í Dalvíkurskjálftanum
Á laugardaginn 4. ágúst s.l. reið Dalvíkurskjálftinn yfir Dalvík þ.e. kylfingar sóttu Arnarholtsvöll, Golfklúbbsins Hamars á Dalvík (GHD), heim úr öllum lndshlutum. Alls voru 78 skráðir í mótið en 73 luku keppni. Sjá má litla myndaseríu úr mótinu með því að SMELLA HÉR: Að venju voru veitt verðlaun sem verða að teljast nokkuð sérstök meðal verðlauna í golfmótum hér á landi eða 1 kjúklingur fyrir hvern fugl sem viðkomandi kylfingi tókst að næla sér í. Sigurði Ingva Rögnvaldssyni, GHD, tókst að krækja sér í flesta kjúklinga eða 5 talsins enda 5 fuglar á skorkorti hans, sem komu á (2.,3.,4., 11. og 15. braut). Alls voru 44 fuglar m.ö.o. kjúklíngar sem veittir Lesa meira







