Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2012 | 12:30

Dalvíkurskjálftinn hjá GHD – 4. ágúst 2012

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2012 | 11:00

Sveitakeppni GSÍ hefst á morgun

Sveitakeppni GSÍ hefst á morgun, föstudaginn 10. ágúst 2012 og verður leikinn um helgina. Alls verður leikið í fimm deildum í karlaflokki og tveimur í kvennaflokki. Leikið verður víða um land. 1. deild karla leikur á Hólmsvelli hjá Golfklúbbi Suðurnesja en leikið er á Garðavelli á Akranesi hjá konunum. Nú verður leikinn höggleikur í fyrsta skipti bæði í 5. deild karla og 2. deild kvenna. Hægt verður að fylgjast með gangi mála í öllum deildum á einum stað með því að 1. deild karla spilar á Hólmsvelli hjá Golfklúbbi Suðurnesja. 2. deild karla er á Hamarsvelli hjá Golfklúbbnum í Borgarnesi. 3. deild karla er á Öndverðarnesvelli hjá Golfklúbbi Öndverðarnes. 4. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2012 | 10:25

Ólöf María í sveit Keilis

Þá er búið að velja sveit Keilis sem keppir í kvennaflokki nú um næstu helgi á Garðarvelli. Það sem vekur mesta eftirtekt er valið á Ólöfu Maríu margföldum Íslandsmeistara. Ólöf María hefir keppt fyrir Keili nú um nokkra vikna skeið á meðan hún er stödd á landinu, en eins og margir vita býr hún í Bandarikjunum. Það verður spennandi að fylgjast með stelpunum. Keilissveitin er klárlega mjög sterk í ár og óskum við henni hér á Golf 1 alls hins besta um helgina. Hér má sjá hvaða stelpur skipa sveitina. Enn er óljóst hverjir skipa karlasveit Keilis enn hún verður birt hér á næstu dögum. Skipan kvennaliðs Keilis 2012: Anna Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2012 | 23:45

Axel Bóasson er í 30. sæti á Evrópumóti einstaklinga

Axel Bóasson, GK, Kristján Þór Einarsson, GK og Ólafur Björn Loftsson, NK hófu leik á International European Amateur Championship í dag, eða m.ö.o. Evrópumóti einstaklinga. Þátttakendur eru 144. Axel lék á 1 undir pari Montgomerie golfvelli Carton House klúbbsins á Írlandi þ.e. á  71 höggi og deilir 30. sæti ásamt 14 öðrum. Axel fékk 4 fugla og 3 skolla. Kristján Þór lék á 4 yfir pari, 76 höggum og Ólafur Björn Loftsson, NK var á 5 yfir pari eða 77 höggum og eru þeir í 102. og 120. sæti sem stendur. Golf 1 óskar þeim Axel, Kristjáni Þór og Ólafi Birni góðs gengis á morgun! Til þess að sjá stöðuna Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2012 | 23:00

Íslandsmót unglinga í holukeppni: Guðrún Brá mætir Högnu og Guðrún Péturs mætir Önnu Sólveigu í 4 manna úrslitum í stúlknaflokki

Í dag voru leiknir leikir í 16 manna úrslitum á Íslandsmóti unglinga í holukeppni. Í stúlknaflokki voru upphaflega 14 stúlkur, en svo dró ein sig úr keppni þannig að 13 voru eftir. Þar af fengu þær sem voru efstar eftir höggleikinn í gær að sitja hjá þ.e. þær Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK; Anna Sólveig Snorradóttir, GK og Guðrún Pétursdóttir, GR. Úrslit dagsins eru eftirfarandi í flokki 17-18  ára stúlkna: 1. Halla Björk Ragnarsdóttir, GR vann Jónínu Björgu Guðmundsdóttur, GHD 3&2 2. Særós Eva Óskarsdóttir, GKG, vann Helenu Kristínu Brynjúlfsdóttur, GKG 5&4 3. Högna Kristbjörg Knútsdóttir, GK vann Andreu Jónsdóttur, GKG 6&5 4. Bryndís María Ragnarsdóttir, GK vann Helgu Kristínu Gunnlaugsdóttur, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2012 | 22:30

Íslandsmót unglinga í holukeppni: Ísak mætir Stefáni Þór og Ragnar Már mætir Emil Þór í 4 manna úrslitum í piltaflokki

Í dag voru leiknir leikir í 16 manna úrslitum á Íslandsmóti unglinga í holukeppni. Úrslit dagsins eru eftirfarandi í flokki 17-18  ára pilta: 1. Eiður Ísak Broddason, NK, vann Benedikt Sveinsson, GK á 20. holu 2. Ísak Jasonarson, GK vann Guðna Val Guðnason, GKG, 4&3 3. Stefán Þór Bogason, GR vann Jóhann Gunnar Kristinsson, GR, 2&1 4. Bjarki Pétursson, GB vann Benedikt Árna Harðarson, GK, 3&2 5. Ragnar Már Garðarson, GKG vann Boga ísak Bogason, GR 1&0 6. Halldór Atlason, GR vann Pétur Magnússon, GO á 19. holu 7. Daníel Hilmarsson, GKG vann Ástgeir Ólafsson, GR 4&2 8. Emil Þór Ragnarsson, GKG vann Árna Frey Hallgrímsson, GR, 6&5.   Jafnframt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2012 | 21:00

Íslandsmót unglinga í holukeppni: Ragnhildur mætir Helgu og Sara Margrét mætir Gunnhildi í 4 manna úrslitum í telpuflokki

Í dag voru leiknir leikir í 16 manna úrslitum á Íslandsmóti unglinga í holukeppni. Úrslit dagsins eru eftirfarandi í flokki 15-16  ára telpna: 1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR – Elísa Gunnlaugsdóttir, GHD / Elísa gaf leikinn 2. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK vann Hönnu Maríu Jónsdóttur, GK, 4&3 3. Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK vann Karen Ósk Kristjánsdóttur, GR 4&3 4. Helga Kristín Einarsdóttir, NK vann Alexöndru Eir Grétarsdóttur, GOS, 1&0 5. Sara Margrét Hinriksdóttir, GK vann Katrínu Víðisdóttur, GK 6&5 6. Birta Dís Jónsdóttir, GHG vann Elínóru Guðlaugu Jónsdóttur, GS 3&2 7. Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG vann Ásthildi Lilju Stefánsdóttur, GKG  8&6 8. Þórdís Rögnvaldsdóttir, GHD vann Bergrósu Fríðu Jónasdóttur, GKG 8&6   Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2012 | 20:30

Íslandsmót unglinga í holukeppni: Gísli mætir Aroni Snæ og Birgir Björn mætir Óðni Þór í 4 manna úrslitum í drengjaflokki

Í dag voru leiknir leikir í 16 manna úrslitum á Íslandsmóti unglinga í holukeppni. Úrslit dagsins eru eftirfarandi í flokki 15-16  ára: 1. Gísli Sveinbergsson, GK vann Friðrik Berg Sigþórsson, GL 6&4 2. Theódór Ingi Gíslason, GR vann Erni Sigmundsson, GR á 24. holu 3. Aron Snær Júlíusson, GKG vann Björn Óskar Guðjónsson, GKJ 2&0 4. Ævarr Freyr Birgisson,  GA vann Egil Ragnar Gunnarsson, GKG 1&0 5. Óðinn Þór Ríkharðsson, GKG vann Birni Snæ Ingason, GK,  6&4 6. Einar Snær Ásbjörnsson, GR vann Viktor Jónasson, GK, 5&4 7. Birgir Björn Magnússon, GK vann Kristófer Orra Þórðarson, GKG. 3&2 8. Ottó Axel Bjartmarz, GO vann Orra Bergmann Valtýsson, GK 1&0.   Jafnframt fór fram keppni Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2012 | 19:45

Íslandsmót unglinga í holukeppni: Þóra Kristín mætir Thelmu og Saga Trausta mætir Evu Karenu í 4 manna úrslitum í stelpuflokki

Í dag fóru fram 16 manna úrslit á Íslandsmóti unglinga í holukeppni. Í stelpuflokki voru bara 12 stelpur sem kepptu og því komust 4 efstu úr höggleiknum, sem fram fór í gær, sjálfkrafa áfram í 8 manna úrslitin, en það voru þær Þóra Kristín Ragnarsdóttir, GK, Saga Traustadóttir, GR, Eva Karen Björnsdóttir, GR og Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR. Úrslit í 16 manna úrslitum í stelpuflokki voru eftirfarandi (NB. aðeins voru spilaðir 4 leikir vegna ofangreinds): 1. Laufey Jóna Jónsdóttir, GS vann Magneu Helgu Guðmundsdóttur, GHD 4&3 2. Thelma Sveinsdóttir, GK vann Heklu Sóley Arnarsdóttur, GK, 5&3 3. Sandra Ósk Sigurðardóttir, GO vann Hörpu L. Bjarkadóttur, GK, 4&3 4. Ólöf María Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2012 | 18:30

Íslandsmót unglinga í holukeppni: Henning Darri mætir Fannari Inga og Atli Már mætir Eggert Kristjáni í 4 manna úrslitum í strákaflokki

Í dag voru leiknir leikir í 16 manna úrslitum á Íslandsmóti unglinga í holukeppni. Úrslit dagsins eru eftirfarandi í strákaflokki 14 ára og yngri: 1. Henning Darri Þórðarson GK  vann Kristófer Dag Sigurðsson, GKG  2&1 2. Andri Páll Ásgeirsson, GOS  vann Arnór Snæ Guðmundsson, GHD á 21. holu 3. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG vann Þorgeir Örn Sigurbjörnsson, GÓ 7&6 4. Guðmundur Sigurbjörnsson, GL vann Róbert Smára Jónsson, GS 5&4 5. Jason Nói Arnórsson, GKJ vann Sindra Þór Jónsson, GR, 3&1 6. Eggert Kristján Kristmundsson, GR vann Kristján Benedikt Sveinsson, GA, 1&0 7. Atli Már Grétarsson, GK vann Aron Skúla Ingason, GK, 2&1 8. Helgi Snær Björgvinsson, GK, vann Braga Aðalsteinsson, GKG Lesa meira