Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2012 | 16:30

Rory byrjar vel á PGA Championship

Rory McIlroy byrjar vel á síðasta risamóti ársins, PGA Championship, sem byrjaði á Kiawah Island í Suður-Karólínu í dag. Þegar hann á 3 holur óspilaðar er hann á 5 undir pari.

Aðrir sem líka eru að standa sig vel eru Svíinn Carl Petterson og Hollendingurinn Joost Luiten en þeir deila sem stendur 1. sætinu með Rory. Petterson á hins vegar eftir að spila 6 holur og Luiten 8 holur.

Martin Kaymer virðist alveg heillum horfinn er á 7 yfir pari eftir 13 holur og fátt sem minnir á meistarann mikla fyrir 2 árum síðan.

Margir góðir eru skammt á leið komnir og enn aðrir eiga eftir að fara út s.s. Adam Scott, þannig að óvíst er hvort Rory verður í 1. sæti í lok dags.

Golf 1 verður með stöðufrétt eftir 1. hring seinna í kvöld.

Fylgjast má með stöðunni á PGA Championship með því að SMELLA HÉR: