Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2012 | 13:15

PGA: Tiger ánægður með frammistöðu sína á 1. hring PGA Championship – myndskeið

Í gær hófst á hinum fræga Ocean Course á Kiawah Island Golf Resort í Kiawah Island í Suður-Karólínu síðasta risamót ársins, PGA Championship. . Tiger Woods er meðal efstu manna eftir 1. hring deilir 12. sætinu með 9 öðrum kylfingum, þ.á.m. Adam Scott. Efstur er Svíinn Carl Petterson, sem spilaði á 6 undir pari, 66 höggum. Í viðtali sem tekið var við Tiger eftir 1. hring sagði hann m.a. að ef vindurinn hefði ekki farið að blása hefði þurft a.m.k. að vera 5 undir pari til þess að vera meðal efstu 10.  En vindurinn blés og Tiger kom inn á skori upp á 3 undir pari, 69 högg, en var Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2012 | 12:45

Hver er kylfingurinn: Aleksei Koika?

Aleksei Koika varð fyrsti kylfingurinn, 16. júlí s.l. frá fyrrum Sovétríkinu Moldavíu til þess að spila í móti á vegum bandaríska golfsambandsins.  Hann komst í gegnum úrtökumót fyrir  U.S. Amateur í Marin Country Club í Novato, Kaliforníu og lenti m.a.s. á verðlaunapalli í úrtökumótinu (hlaut medalist honor). En er golf vinsælt í Moldavíu? Eiginlega er þjóðarsport þessa 3,7 milljóna ríkis fótbolti (líkt og á Íslandi) og þar á eftir  glíma, eða a.m.k, einhvers konar afbrigði hennar sem nefnist tranta. Aðrar vinsælar íþróttir eru kraftlyftingar (líkt og á Íslandi forðum, á dögum Skúla Óskarssonar) en t.d. sigraði Cristina Iovu frá Moldavíu bronsið á Ólympíuleikunum í London 2012 í flokki 53 kg.kvenna. Síðan Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ingimar Waldorff – 10. ágúst 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Ingimar Waldorff. Ingimar er fæddur 10. ágúst 1974 og er því 38 ára í dag. Ingimar er í Golfklúbbi Grindavíkur og hefir m.a. gegnt starfi gjaldkera klúbbsins.  Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Ingimar Waldorff (38 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Gabrielle Keiller, f. 10. ágúst 1908 – d. 23. desember 1995;  Maria Combs, 10. ágúst 1951 (61 árs); [James] Kenneth Perry, 10. ágúst 1960 (52 ára);  Lori Tatum, 10. ágúst 1967 (45 ára);  Martin Quinney,  10. ágúst 1971 (41 árs) …. og ….. Galtarviti Keflavik (92 ára) Þóra Kristín Ásgeirsdóttir (46 ára) Ellý Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2012 | 11:15

Sveitakeppni GSÍ fer fram í dag

Sveitakeppni GSÍ hefst í dag. Leikið er í 5 deildum hjá körlum og 2 hjá konum. Leikir karlasveita í 1. deild fara fram á Hólmsvelli í Leiru hjá GS og þar keppa 8 sveitir, í 2 riðlum. Í A-riðli eru  GR, GS, GSE, GV og í B-riðli eru GK, GKG, GKJ og GL.  Sveit GR á titil að verja og sagði Haraldur Franklín Magnús, klúbbmeistari GR og tvöfaldur Íslandsmeistari í viðtali við Golf 1 að sveit GR myndi mæta ákveðin til leiks. Leikir karlasveita 2. deildar karla fara fram á Hamarsvelli hjá Golfklúbbi Borgarness; leikir karlasveita 3.deildar á Öndverðarnesvelli hjá Golfklúbbi Öndverðarness; leikir karlasveita í 4. deild á Gufudalsvelli hjá Golfklúbbi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2012 | 10:30

GVS: Artdeco kvennamótinu frestað vegna slæmrar veðurspár til sunnudagsins 19. ágúst

Artdeco mótinu frestað fram til sunnudagsins 19.ágúst. Artdeco mótinu sem halda átti á morgun laugardaginn 11. ágúst hefur verið frestað fram á sunnudaginn 19. ágúst vegna slæmrar veðurspár. Rástímar verða látnir haldast óbreyttir,vinsamlegst látið vita um breytingar á rástíma í golfskali@simnet.is .

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2012 | 09:00

Hver er kylfingurinn: Marcela Leon?

Marcela Leon er sigurvegarinn í Big Break Atlantis þættinum á Golf Channel. Þátturinn er einskonar allsherjar „shoot-out“ mót, sem lýkur með því að þær tvær sem eftir eru í lokin spila til úrslita í holukeppnisformi um m.a. $ 50.000,-  (u.þ.b. 6 milljónir íslenskra króna).  Til úrslita í Big Break Atlantis í ár spiluðu þær Marcela Leon frá Mexíkó og  Selanee Henderson. Eins og þeir sem fylgst hafa með Big Break á Golf Channel vann Leon á  5 & 4. Marcela Leon er frá Monterrey, Mexikó, og hún spilaði m.a. golf með golfliði San Jose State. Hún var elsti þátttakandinn í ár (fædd 30. janúar 1981 og því 31 árs) og e.t.v. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2012 | 08:45

PGA: Enn kemur John Daly á óvart á PGA Championship

John Daly sýndi golfleik í gær á 1. degi PGA Championship, sem líktist þeim sem hann lék þegar hann vann PGA risamótið 1991 (reyndar annað af tveimur risamótum sem Daly hefir unnið því hann vann líka á Opna breska 1995). Það kom verulega á óvart á sínum tíma að Daly skyldi takast að sigra PGA Championship (átti 3 högg á gamla Bruce Lietzke).  Og enn kom leikur hans í gær mörgum á óvart. Lykilatriði í leik hans, sem hann er svo þekktur fyrir, voru öll á sínum stað í gær þegar hann skilaði skori upp á 68 högg eða 4 undir pari: löngu drævin, en Daly er mikil sleggja og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2012 | 07:18

LPGA: Pernilla Lindberg í forystu á Jamie Farr Toledo Classic eftir 1. dag

Það er sænska stúlkan Pernilla Lindberg sem tekið hefir forystuna á Jamie Farr Toledo Classic sem hófst á golfvelli Highland Meadows golfklúbbnum í Sylvana, Ohio, í gær. Pernilla spilaði á glæsilegum 64 höggum, sem er 7 undir pari. Hún fékk 8 fugla og 1 skolla. Í 2. sæti eru 6 kylfingar m.a. bandaríska stúlkan Angela Stanford.  Þær eru allar 2 höggum á eftir Lindberg, á 5 undir pari, 66 höggum. Enginn endir virðist vera á slöku gengi nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Yani Tseng en hún spilaði 1. hring á 1 yfir pari, 72 höggum og er fyrir vikið í 90. sæti og þarf svo sannarlega að eiga draumahring í dag eigi hún að komast Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2012 | 00:30

PGA: Carl Pettersson leiðir á PGA Championship eftir 1. dag

Það er sænski Bandaríkjamaðurinn Carl Pettersson, sem leiðir eftir 1. dag PGA Championship risamótisns, á Kiawah Island í Suður-Karólínu.  Hann kom í hús á 6 undir pari, 66 höggum, fékk 6 fugla og skilaði „hreinu“ skorkorti. Í 2. sæti eru 4 kylfingar: Gonzalo Fdez-Castaño, Bandaríkjamaðurinn Gary Woodland, Svíinn Alex Noren og nr. 3 í heiminum Rory McIlroy, allir á 5 undir pari, 67 höggum. Keegan Bradley, sem á titil að verja, Adam Scott og John Daly eru í 8 kylfinga hóp sem deilir 6. sætinu á 4 undir pari, 68 höggum. Tiger Woods deilir síðan 14. sætinu ásamt 10 öðrum kylfingur þ.á.m. Miguel Angel Jiménez, en þeir spiluðu á 3 Lesa meira

Axel Bóasson, GK. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2012 | 23:00

Axel Bóasson á besta skori íslensku þátttakendanna á Evrópumóti einstaklinga eftir 2. dag

Í dag fór fram 2. hringur á Montgomerie golfvelli Carton House á Írlandi í European Amateur Championship eða Evrópumóti einstaklinga upp á íslensku. Eftir 2 hringi er Axel Bóasson, GK, á besta skori íslensku þátttakendanna; er búinn að spila á samtals 1 yfir pari (71 74). Hann deilir 56. sætinu. Ólafur Björn Loftsson, NK, átti ágætishring í dag, spilaði á parinu og hækkaði sig við það upp í 100. sætið  (sem hann deilir ásamt 10 öðrum) og samtals 5 yfir pari (77 72). Kristján Þór Einarsson, GK, er búinn að spila á samtals 6 yfir pari (76 74) – bætti sig um 2 högg frá því í gær, en deilir Lesa meira