Íslandsmót unglinga fer fram á Þorláksvelli og seinna í dag verður ljóst hvrejir eru Íslandsmeistarar unglinga í holukeppni 2012! Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2012 | 17:30

Íslandsmót unglinga í holukeppni: 4 af 6 Íslandsmeistaratitlum til Keilis

Í dag lauk Íslandmóti unglinga í holukeppni á Þorláksvelli.  Þar af fóru 4 af 6 Íslandsmeistaratitlum til krakkanna í Golfklúbbnum Keili, 1 til Golfklúbbs Reykjavíkur og 1 til Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar.  Nánar verður fjallað um Íslandsmót unglinga í holukeppni hér á Golf 1 síðar. Nýir Íslandsmeistarar unglinga í holukeppni 2012 eru eftirfarandi:

Í strákaflokki 14 ára og yngri: Atli Már Grétarsson, GK

Atli Már Grétarsson, GK, Íslandsmeistari í holukeppni í strákaflokki 2012. Mynd: Golf 1

Í stelpuflokki 14 ára og yngri: Þóra Kristín Ragnarsdóttir, GK

Þóra Kristín Ragnarsdóttir, GK, Íslandsmeistari í holukeppni í stelpuflokki 2012. Mynd: Golf 1

Í drengjaflokki 15-16 ára: Birgir Björn Magnússon, GK

Birgir Björn Magnússon, GK, Íslandsmeistari í holukeppni í drengjaflokki 2012. Mynd: Golf 1

Í telpuflokki 15-16 ára: Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG

Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG, Íslandsmeistari í holukeppni í telpuflokki, 2012. Mynd: Golf 1

Í piltaflokki 17-18 ára: Stefán Þór Bogason, GR

Stefán Þór Bogason, GR, Íslandsmeistari í holukeppni í piltaflokki 2012. Mynd: Í einkaeigu

Í stúlknaflokki 17-18 ára: Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK Íslandsmeistari í holukeppni í stúlknaflokki 2012. Mynd: gsimyndir.net