Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2012 | 21:15

Íslandsmótið í holukeppni: Guðrún Brá Björgvinsdóttir – Íslandsmeistari í holukeppni í stúlknaflokki 2012

Það er Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, sem er nýr Íslandsmeistari í holukeppni í stúlknaflokki 2012. Hún vann klúbbfélaga sinn Önnu Sólveigu Snorradóttur, GK, 2/1 í úrslitum. Anna Sólveig hlaut því 2. sætið á Íslandsmótinu í holukeppni í stúlkuflokki.

Guðrún Brá, Íslandsmeistari var þar áður búin að sigra Högnu Kristbjörgu Knútsdóttur 4/2  í fjögurra manna úrslitunum og Anna Sólveig vann  Guðrúnu Pétursdóttur, GR, 3/2.

Það voru því Guðrún og Högna Kristbjörg, sem mættust í leik um 3. sætið.  Þar hafði Guðrún betur í viðureigninni gegn Högnu Kristbjörgu  6/5 og hlaut því þriðja sætið.