Íslandsmeistarinn í holukeppni í drengjaflokki, Birgir Björn Magnússon, GK, f.m.; Aron Snær Júlíusson, GKG, t.v. hlaut 2. sætið og Óðinn Þór Ríkharðsson, GKG, t.h.i hlaut 3. sætið. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2012 | 22:30

Íslandsmót unglinga í holukeppni: Birgir Björn Magnússon – Íslandsmeistari í drengjaflokki 2012

Það er Birgir Björn Magnússon, GK, sem er nýr Íslandsmeistari í holukeppni í drengjaflokki 2012. Hann vann Aron Snæ Júlíusson, GKG,  í úrslitum  1/0. Aron Snær hlaut því 2. sætið á Íslandsmótinu í holukeppni í piltaflokki.

Birgir Björn, Íslandsmeistari var þar áður búinn að sigra Óðinn Þór Ríkharðsson, GKG 5/4, í fjögurra manna úrslitunum og Aron Snær var þar áður búinn að vinna, Gísla Sveinbergsson, GK, 2/1 í  fjögurra manna úrslitunum.

Það voru því Óðinn Þór og Gísli, sem mættust í leik um 3. sætið.  Óðinn Þór hafði betur í viðureigninni gegn Gísla  3/1 og hlaut því þriðja sætið.