Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2012 | 21:45

Íslandsmót unglinga í holukeppni: Stefán Þór Bogason – Íslandsmeistari í piltaflokki 2012

Það er Stefán Þór Bogason, GR, sem er nýr Íslandsmeistari í holukeppni í piltaflokki 2012. Hann vann Ragnar Má Garðarson, GKG,  í úrslitum 2/1. Ragnar Már hlaut því 2. sætið á Íslandsmótinu í holukeppni í piltaflokki.

Stefán Þór, Íslandsmeistari var þar áður búinn að sigra Ísak Jasonarson, GK 5/4, í fjögurra manna úrslitunum og  Ragnar Már var þar áður búinn að vinna klúbbfélaga sinn, Emil Þór Ragnarsson, GKG, 2/0 í  fjögurra manna úrslitunum.

Það voru því Ísak og Emil Þór, sem mættust í leik um 3. sætið.  Ísak hafði betur í viðureigninni gegn Emil Þór 2/1 og hlaut því þriðja sætið.