Íslandsmót unglinga fer fram á Þorláksvelli og seinna í dag verður ljóst hvrejir eru Íslandsmeistarar unglinga í holukeppni 2012! Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2012 | 14:00

Íslandsmót unglinga í holukeppni: Lokastaðan í 4 manna úrslitum

Í morgun fóru fram 4 manna úrslit í Íslandsmóti unglinga á Þorláksvelli, í Þorlákshöfn.

Hér eru helstu úrslit:

Strákaflokkur 14 ára og yngri:

Hjá 14 ára og yngri strákum vann Fannar Ingi Steingrímsson, GHG, Henning Darra Þórðarson, GK 2/0 og Atli Már Grétarsson, GK vann Eggert Kristján Kristmundsson, GR 3/2. Það eru því þeir Fannar Ingi, GHG og Atli Már, GK, sem keppa um Íslandsmeistaratitilinn í strákaflokki 2012!

Stelpuflokkur 14 ára og yngri:

Hjá 14 ára og yngri stelpum vann Þóra Kristín Ragnarsdóttir, GK, klúbbfélaga sinn Thelmu Sveinsdóttur 6/5 og Íslandsmeistarinn í höggleik stelpna 2012 Saga Traustadóttir, GR vann klúbbfélaga sinn Evu Karenu Björnsdóttur, GR 3/2. Það verða því Þóra Kristín, GK og Saga, GR sem keppa um Íslandsmeistaratitilinn í stelpuflokki 2012!

Drengjaflokkur 15-16 ára: 

Hjá 15 – 16 ára drengjum vann Aron Snær Júlíusson, GKG,  Gísla Sveinbergsson, GK  2/1 og Birgir Björn Magnússon, GK vann Óðinn Þór Ríkharðsson, GKG  5/4.  Aron Snær, GKG og Birgir Björn, GK keppa því um Íslandsmeistaratitilinn í drengjaflokki 2012!

Telpnaflokkur 15-16 ára: 

Hjá 15 – 16 ára telpum vann Ragnhildur Kristinsdóttir, GR,  Helgu Kristínu Einarsdóttur, NK  3/2 og Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG vann Söru Margréti Hinriksdóttur, GK 5/4. Ragnhildur, GR og Gunnhildur, GKG mætast því í úrslitum um Íslandsmeistaratitil telpna í holukeppni 2012!

Piltaflokkur 17-18 ára:

Hjá 17 – 18 ára piltum vann Stefán Þór Bogason, GR;  Ísak Jasonarson, GK  5/4 og Ragnar Már Garðarsson, GKG vann Emil Þór Ragnarsson, GKG  5/4. Það eru því Stefán Þór, GR  og Ragnar  Már, GKG, sem mætast því í úrslitum um Íslandsmeistaratitil pilta í holukeppni 2012!

Stúlknaflokkur 17-18 ára: 

Hjá 17 – 18 ára stúlkum vann Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, klúbbfélaga sinn Högnu Kristbjörgu Knútsdóttur, GK 4/2 og Anna Sólveig Snorradóttir, GK vann Guðrúnu Pétursdóttur, GR 3/2. Guðrún Brá, GK og Anna Sólveig, GK mætast því í úrslitum um Íslandsmeistaratitil stúlkna í holukeppni 2012…. og aðeins eitt ljóst í þeirri viðureign að Íslandsmeistaratitillinn í stúlknaflokki í holukeppni fer til Golfklúbbsins Keilis í ár!