Íslandsmeistarinn í holukeppni í telpnaflokki, Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG, f.m.; Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, t.v., hlaut 2. sætið og Sara Margrét Hinriksdóttir, GK, t.h., hlaut 3. sætið. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2012 | 22:15

Íslandsmót unglinga í holukeppni: Gunnhildur Kristjánsdóttir – Íslandsmeistari í telpnaflokki 2012

Það er Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG, sem er nýr Íslandsmeistari í holukeppni í telpnaflokki 2012. Hún vann Ragnhildi Kristinsdóttur, GR,  í úrslitum 1/0. Ragnhildur hlaut því 2. sætið á Íslandsmótinu í holukeppni í telpnaflokki.

Gunnhildur, Íslandsmeistari var þar áður búin að sigra Söru Margréti Hinriksdóttur 5/4 í fjögurra manna úrslitunum og Ragnhildur vann einnig Helgu Kristínu Einarsdóttur, NK 3/2.

Það voru því Sara Margrét og Helga Kristín sem mættust í leik um 3. sætið.  Þar hafði Sara Margrét betur í viðureigninni gegn Helgu Kristínu  1/0 og hlaut því þriðja sætið.