Keppni milli Höfuðborgarúrvalsins og Landsbyggðarinnar um KPMG bikarinn fer fram í dag!
KPMG Bikarinn hefst í dag, 7. september og verður leikið á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. KPMG Bikarinn er liðakeppni þar sem kylfingar Reykjavíkurúrvalsins og liðs frá Landsbyggðinni etja kappi .Þetta er í fjórða sinn sem þessi liðakeppni fer fram og hefur Landsbyggðarúrvalið farið með sigur í tvígang en lið Reykjavíkurúrvalsins sigraði í fyrra. Einnig er keppt í flokki eldri kylfinga en þar hefur Reykjavíkurúrvalið unnið í bæði skiptin sem keppt hefur verið í þeim flokki. Fyrirliðar í meistaraflokki að þessu sinni eru þeir Einar Lyng Hjaltason fyrir Landsbyggðina og Derrick Moore fyrir Reykjavíkurúrvalið. Fyrirkomulag keppninnar er sótt til eins frægasta golfmóts allra tíma, Ryder-bikarsins á milli Evrópu og Lesa meira
LET: Carly Booth spilar á UNIQA Ladies Golf Open sem hefst í dag
Carly Booth segir að það að spila í Austurríki í vikunni sé kjörinn undirbúningur fyrir Ricoh Women’s British Open, sem hefst í næstu viku og er síðasta risamótið í kvennagolfinu í ár. Þessi 20 ára skoska stúlka sem svo sannarlega er búin að slá í gegn á LET í ár tekur þátt í UNIQA Ladies Golf Open í Golfclub Föhrenwald í Wiener Neustadt, sem er í 1/2 klst. akstursfjarlægð frá Vín í dag, sem lið í undirbúningi fyrir risamótið á Royal Liverpool. Carly hefir sigrað tvívegis á LET á nýliðaári sínu þ.e. í Sviss og heimalandi sínu Skotlandi og er búin að vinna sér inn €145,430, og leiðir á Ladies European Tour’s Lesa meira
PGA: Rory, Bo Van Pelt, Webb Simpson og Graham DaLaet eru í forystu á BMW Open – hápunktar og högg 1. dags.
Í gær hófst að Crooked Stick, í Carmel, Indiana BMW Open (3. mótið í 4 móta umspili FedExCup 2012). Þátttakendur nú eru aðeins 70. Það eru 4 sem eru í forystu eftir 1. dag: Rory McIlory, Bo Van Pelt, Webb Simpson og Graham DaLaet. Allir voru þeir á 8 undir pari, 64 höggum. Aðeins 1 höggi á eftir eru Tiger og Vijay Singh, en þeir deila 5. sætinu á 7 undir pari, 65 höggum. Sjöunda sætinu deila síðan fyrrum nr. 1 í heiminum Luke Donald og Bandaríkjamennirnir Ryan Palmer og Ryan Moore á 6 undir pari, 66 höggum. Til þess að sjá stöðuna á BMW Open eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: Lesa meira
LPGA: Jiyai Shin leiðir eftir 1. dag Kingsmill Championship
Það er fyrrum nr. 1 á heimslista kvenna Jiyai Shin, frá Suður-Kóreu sem leiðir eftir 1. dag Kingsmill Championship. Shin kom inn á 9 undir pari 63 höggum. Hún skilaði „hreinu“ skorkorti með 9 fuglum á. Glæsilegt!!!! Spilað er á River golfvellinum á Kingsmill golfstaðnum í Williamsburg, Virginiu. Ekki tókst að ljúka 1. hring vegna í gær vegna myrkurs. Sem stendur er hollenska stúlkan Dewi Claire Schreefel í 2. sæti á 7 undir pari, en hún á eftir að klára 2 holur. Þriðja sætinu á 6 undir pari, 65 höggum deila 4 kylfingar: Paula Creamer, Azahara Muñoz, Beatriz Recari og Maria Hjorth. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Lesa meira
Evróputúrinn: Graeme Storm leiðir á KLM Open eftir 1. dag
Það er Englendingurinn Graeme Storm, sem leiðir eftir 1. dag KLM Open sem hófst í dag í Hilversumsche, í Hollandi í dag. Storm kom í hús á 7 undir pari, 63 höggum. Hann er búinn að eiga ansi erfitt en afi hans dó á miðvikudaginn og honum hefir ekki gengið vel lengi fram að þessu. Öðru sætinu deila Martin Kaymer, Fabrizio Zanotti og Raphaël Jacquelin á 5 undir pari, 65 höggum. Gaman að sjá Kaymer aftur í einu af efstu sætunum eftir langa fjarveru. Fimmta sætinu deila þeir Peter Hanson, Craig Lee og Danny Willett ásamt þeim Raphaël Jacquelin, Felipe Aguilar og Alejandro Cañizares. Þeir eru allir á 4 undir Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ragnhildur Kristinsdóttir – 6. september 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Ragnhildur Kristinsdóttir, GR. Hún er fædd 6. september 1997 og á því 15 ára afmæli í dag. Ragnhildur er einfaldlega ein af okkar alefnilegustu ungu kvenkylfingum og árið 2012 er búið að vera henni gott. Hún er Íslandsmeistari í telpnaflokki í höggleik og varð í 2. sæti á Íslandsmóti unglinga í holukeppni. Ragnhildur sigraði telpnaflokkinn á Unglingamótaröð Arionbanka, þ.e. 6. mótið á Urriðavelli, 3. mótið á Korpúlfsstaðavelli og varð í 2. sæti á 2. mótinu að Hellishólum og í 3. sæti á 1. móti tímbilsins á Skaganum, þ.e. í verðlaunasæti á öllum mótum Unglingamótaraðar Arion banka. En Ragnhildur lét ekki við það sitja. Aðeins 14 ára keppti hún Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Brandt Snedeker? (2. grein af 4)
Nýliðaár Brandt Snedeker 2007 á PGA Snedeker hlaut þegar athygli 2007 á nýliðaári sínu á PGA þegar hann jafnaði vallarmetið á fyrsta hring Buick Invitational var á 61 höggi. Hann leiddi í mótinu með 3 höggum þegar mótið var hálfnað en vegna 74 högg á 3. hring lauk hann keppni í 3. sæti. Hann náði að komast í gegnum niðurskurð 8 sinnum í röð og það byrjaði þegar á Bob Hope Chrysler Classic í janúar og lauk á Arnold Palmer Invitational í mars. Á þessu tímabili varð hann 3 sinnum meðal efstu 25. Snedeker lék ekki eins vel og hann hafði vonað í apríl. Í fjórum mánuðum í apríl komst Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2012 (12. grein af 34): Chrisje de Vries
Chrisje de Vries frá Hollandi er ein af 4 stúlkum, sem urðu í 22. sæti í Q-school LET á La Manga fyrr á árinu. Af hinum 3 sem urðu í 22. sæti hafa Clare Queen frá Skotlandi og Stephanie Na verið kynntar og aðeins eftir að kynna Yu Yang Zhang, frá Kína af þeim sem urðu í 22. sæti. Chrisje fæddist í Rosmalen, Hollandi 31. mars 1988 og er því 24 ára. Hún á heima í Amsterdam. Öll fjölskylda Chrisje er í golfi, foreldrar, bróðir og afi, amma og frændi hennar. Chrisje byrjaði að spila golf 7, þ.e. hún segist hafa verið farin að slá golfbolta þá og er því búin Lesa meira
Birgir Leifur var á 73 höggum á 1. degi M2M Russian Challenge Cup
Í dag hófst í Tsleevo Golf & Polo Club, M2M Russian Challenge Cup, en mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu. (Golf 1 var nýlega með kynningu á golfvellinum í Tsleevo, sem sjá má með því að SMELLA HÉR: ) Þátttakendur eru 114. Meðal keppenda á M2M Russian Challenge Cup er Bigir Leifur Hafþórsson, GKG. Hann kom í hús á 1 yfir pari, 73 höggum. Hann fékk 2 fugla og 2 skolla á fyrri 9 og því miður 1 skolla á seinni 9. Golf 1 óskar Birgi Leif góðs gengis á morgun! Til þess að sjá stöðuna á M2M Russian Challenge Cup SMELLIÐ HÉR:
Nokkrir hafa fundið golfbolta í afmælisleik Hótel Sögu – enn margir golfboltar dreifðir á golfvöllum landsins!
Nú er um að gera að fara að spila golf í góða veðrinu á fyrstu haustdögum ársins. Kylfingar hafa verið nokkuð lunknir við að finna golfbolta í afmælisleik Radison blu – Hótel Sögu. En þrátt fyrir það er enn fjöldi Hótel Sögu bolta á golfvöllum landsins, sem enn eru ófundnir þannig að það er um að gera að hafa augun opin þegar færi gefst til golfleiks. Góðir glaðningar í boði Hótel Sögu eru í boði fyrir þann, sem finnur bolta í afmælisleiknum. Svona þarf golfboltinn að vera merktur til þess að hægt sé að nálgast vinning á Hótel Sögu: Meðal þeirra sem fann golfbolta í afmælisleik Hótel Sögu í sumar Lesa meira










