Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2012 | 01:15

LPGA: Jiyai Shin leiðir eftir 1. dag Kingsmill Championship

Það er fyrrum nr. 1 á heimslista kvenna Jiyai Shin, frá Suður-Kóreu sem leiðir eftir 1. dag Kingsmill Championship.  Shin kom inn á 9 undir pari 63 höggum. Hún skilaði „hreinu“ skorkorti með 9 fuglum á. Glæsilegt!!!!

Spilað er á River golfvellinum á Kingsmill golfstaðnum í Williamsburg, Virginiu.

Ekki tókst að ljúka 1. hring vegna í gær vegna myrkurs. Sem stendur er hollenska stúlkan Dewi Claire Schreefel í 2. sæti á 7 undir pari, en hún á eftir að klára 2 holur.

Þriðja sætinu á 6 undir pari, 65 höggum deila 4 kylfingar: Paula Creamer, Azahara Muñoz, Beatriz Recari og Maria Hjorth.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Kingsmill Championship SMELLIÐ HÉR: