Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2012 | 07:00

LET: Carly Booth spilar á UNIQA Ladies Golf Open sem hefst í dag

Carly Booth segir að það að spila í Austurríki í vikunni sé kjörinn undirbúningur fyrir  Ricoh Women’s British Open, sem hefst í næstu viku og er síðasta risamótið í kvennagolfinu í ár.

Þessi 20 ára skoska stúlka sem svo sannarlega er búin að slá í gegn á LET í ár tekur þátt í  UNIQA Ladies Golf Open í Golfclub Föhrenwald  í Wiener Neustadt, sem er í 1/2 klst. akstursfjarlægð frá Vín í dag, sem lið í undirbúningi fyrir risamótið á Royal Liverpool.

Carly hefir sigrað tvívegis á LET á nýliðaári sínu þ.e. í Sviss og heimalandi sínu Skotlandi og er búin að vinna sér inn  €145,430, og leiðir á Ladies European Tour’s ISPS Handa Order of Merit með  €10,000 forskot á  Caroline Masson, frá Þýskalandi sem nýlega vann í Suður-Afríku, en verður að spila vel í Austurríki ætli hún sér að halda 2. sætinu.

Caroline Masson

Carly spilaði ekki í Austurríki á síðasta ári þegar þáverandi nýliði á LET, Caroline Hedwall sigraði  á skori upp á 12 undir pari, samtals 204 höggum á 3 hringjum. Hún var hins vegar með 2010 þegar Laura Davies vann mótið í 3. sinn. Hedwall, Davies og Masson eru meðal þeirra 108 kvenna sem þátt taka í mótinu og eru skæðustu keppinautar Carly.

Fylgjast má með 1. degi UNIQA Ladies Golf Open með því að SMELLA HÉR: