Dæmi um hvernig Michael Jordan hjálpar til í golfinu
Golf 1 greindi frá því í gær að Davis Love III hefði komist að samkomulagi við körfuboltasnillinginn Michael Jordan að hann væri bandaríska Ryder Cup liðinu 2012 innan handar, þá daga sem keppnin fer fram í Medinah, Chicago 28.-30. september. Jordan er goðsögn í Chicago og þeir Davis Love og hafa lengi verið vinir. Davis Love III var í University of North Carolina og spilaði með golfliði skólans í 4 ár og gerðist síðan atvinnumaður 1985 og komst strax á PGA Tour. Davis Love III hefir sigrað 34 sinnum á ferli sínum, þ.á.m. 20 sinnum á PGA Tour. Hann hefir 6 sinnum verið í Ryder Cup liði Bandaríkjanna, þ.á.m. sigurliðum Lesa meira
Evróputúrinn: Danny Willett, Peter Hanson og Lee Craig taka forystuna snemma dags á KLM Open
Í dag hófst á golfvelli Hilversumsche golfklúbbnum KLM Open, en mótið er hluti af Evróputúrnum. Ljóst er að skor dagsins verða mjög lág en af þeim örfáu sem lokið hafa keppni þegar þetta er ritað (10:45) þá eru Englendingurinn Danny Willett, Svíinn Peter Hansson, Skotinn Lee Craig sem tekið hafa forystuna á 4 undir pari, 66 höggum. Margir eiga eftir að ljúka keppni. Til þess að fylgjast með stöðunni á 1. degi KLM Open SMELLIÐ HÉR:
Golfútbúnaður: True Temper kynnir nýju Ryderbikars sköftin
Ryder Cup leikmenn bæði í bandaríska liðinu og evrópska liðinu munu fá ný sköft og þau sem urðu fyrir valinu voru frá True Temper og eru tvennskonar True Temper Dynamic Gold eða Project X. True Temper Sports kynnti takmarkað framboð af Dynamic Gold og Project X sköftum með lógó-um liðs Bandaríkjanna og liðs Evrópu í Ryder Cup keppninni. Leikmenn sem nota Dynamic Gold eða Project X munu fá sköft sín skipt út fyrir þessi sköft sem aðeins eru örfá til af. „Við vildum halda upp á þennan viðburð og okkur fannst við hæfi að gefa þessum hæfileikaríku samkeppnisaðilum. liðunum báðum sem keppa um Ryder bikarinn sköft til þess að minnast Ryder Lesa meira
Ólafur Björn í 16. sæti á Olde Sycamore Golf Plantation mótinu
Ólafi Birni Loftssyni, NK, gekk illa í dag, seinni dag Olde Sycamore Golf Plantation mótsins í Norður-Karólínu, en mótið stóð dagana 4.-5. september 2012. Hann kom í hús á 2 yfir pari, 74 höggum. Samtals spilaði Ólafur Björn á 1 yfir pari (71 74), á fyrsta móti sínu sem atvinnumanns. Sá sem sigraði í mótinu var Frank Adams III en hann spilaði hringina 2 á samtals 11 undir pari (67 66). Sá sem varð í 2. sæti var á samtals 6 undir pari, þ.e. Frank Adams III var með 5 högga forystu á þann sem næstur kom og átti 12 högg á Ólaf Björn. Til þess að sjá úrslit í Olde Sycmore Lesa meira
Love leitar innblásturs hjá Michael Jordan
Bandaríski Ryder Cup fyrirliðinn Davis Love III hefir gefið út að hann muni leita til eins besta íþróttamanns Bandaríkjanna, Michael Jordan til þess að veita liði sínu innblástur. Jordan, sem er sexfaldur NBA meistari og körfuboltastjarna, er forfallinn kylfingur og hefir áður verið fyrirliðum t.a.m. í Forsetabikarnum til aðstoðar. Love hefir trú á að hinn 49 ára Jordan, sem er goðsögn í Chicago – sem er sá staður þar sem Ryder Cup fer fram á í ár – muni veita dýrmætan innblástur í bandaríska búningsklefanum í Medinah. Þegar Love tilkynnti val fyrirliða í gær upplýsti hann jafnframt að hann hefði sett sig í samband við Jordan um afskipti þess síðarnefnda Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Gressi Agnars – Ingvar Karl Hermannsson og Alexa Stirling Fraser – 5. september 2012
Það eru Gressi Agnars, Ingvar Karl Hermannsson og Alexa Stirling Fraser, sem eru afmæliskylfingar dagsins. Gressi eða Grétar, er fæddur 5. september 1972 og á því 40 ára stórafmæli í dag!!! Ingvar Karl er fæddur 5. september 1982 og á 30 ára afmæli í dag!!! Eiginkona Grétars er Hilda Ólafsdóttir og þau eiga tvo syni Dag Óla og Atla Má, en Atli Már er Íslandsmeistari í holukeppni í strákaflokki. Grétar er í GK og Ingvar Karl GA. Komast má á facebook síðu afmæliskylfinganna til þess að óska þeim til hamingju með merkisafmælin hér að neðan: Ingvar Karl Hermannsson (30 ára) Gressi Agnars (40 ára) Þriðji afmæliskylfingur dagsins er Alexa Stirling Fraser. Hún Lesa meira
Golfútbúnaður: Titleist 913 D2 dræver
Titleist 913 D2 dræverinn er hannaður til þess að framkalla meiri hraða, lengd og nákvæmni og er með því útliti, hljóði og tilfinningu sem tekin er fram fyrir á Túrnum. Hönnun 913 dræversins miðast við að skapa meiri lengd og minna spinn með því að staðsetja þyngd skilvirkara og staðsetja CG betur. Verkfræðingar Acushnet hönnuðu kylfuandlitið með því að nota nokkuð sem upp á ensku heitir: „Forged Variable Thickness Insert“ sem leiðir til þess að miðhluti kylfuandlitsins er þykkri og er sameinaður þynnri hluta, þ.e. þykktin yfir kylfuandlitið er breytileg. Með því að þynna út kylfuandlitið fæst meiri fyrirgefanleiki og hraði yfir allt kylfuandlitið. Nýja kylfuandlitið er 2 grömmum léttara en Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2012 (11. grein af 34): Stephanie Na
Stephanie Na var ein af 4 stúlkum sem hlutu kortið sitt í gegnum Q-school LET á La Manga fyrr á árinu. Hinar eru Clare Queen frá Skotlandi, sem þegar hefir verið kynnt og síðan Yu Yang Zhang, frá Kína og Chrisje De Vries frá Hollandi, sem kynntar verða á næstu dögum. Stephanie fæddist á Henley Beach í Ástralíu, 27. júní 1989 og er því 23 ára. Hún býr í Adelaide í Ástralíu. Stephanie gerðist atvinnumaður í golfi 2009 og spilaði fyrst á Futures (nú Symetra) Tour, þ.e. 2010 og og 2011. Hápunktar á ferli Stephanie eru eftirfarandi: Na er í golflandsliði Ástrala. Suður-ástralskur meistari í höggleik 2006 og 2008. Þátttakandi í U.S. Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Valdís Þóra sigraði á Chris Banister Gamecock Classic
Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, Íslandsmeistarinn okkar í höggleik 2012, tók þátt í Chris Banister Gamecock Classic mótinu. Mótið fór fram 2.-4. september 2012 í Huntsville, Alabama og lauk í gær með sigri Valdísar Þóru, sem varð í 1. sæti í einstaklingskeppninni og í 1. sæti með Texas State Bobcats, liði sínu. Tvöfaldur sigur hjá Valdísi Þóru í upphafi keppnistímabilsins. Glæsilegt!!! Valdís Þóra spilaði á samtals 219 höggum (74 72 73). Fjallað er um sigur Bobcats á íþróttavefsíðu Texas State og menn að vonum afar ánægðir þar! SMELLIÐ HÉR: Golf 1 óskar Valdísi Þóru innilega til hamingju með sigurinn!!! Sjá má úrslit í mótinu með því að SMELLA HÉR:
Hver er kylfingurinn: Brandt Snedeker? (1. grein af 4)
Eftir gærdaginn er nafn bandaríska kylfingsins Brandt Snedeker á allra vörum. Hann er sá sem Davis Love III fyrirliði valdi í bandaríska Ryder Cup liðið 2012 umfram heimsmeistarann í holukeppni Hunter Mahan og Rickie Fowler, sem voru í bandaríska Ryder Cup tapliðinu 2010 og Nick Watney, sem búinn er að standa sig geysivel í sumar (vann m.a. The Barclays fyrsta mótið í FedEx Cup umspilinu, en í því móti varð Snedeker í 2. sæti). En hver er kylfingurinn Brandt Snedeker? Brandt Snedeker fæddist 8. desember 1980 í Nashville, Tennessee (á m.a. sama afmælisdag og Ragnar Guðmundsson, GV Íslandsmeistari 70+ og Ágústa Sveinsdóttir, GK) Hann byrjaði að spila golf vegna ömmu sinnar Lesa meira








