Birgir Leifur Hafþórsson, GKG. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2012 | 13:15

Birgir Leifur var á 73 höggum á 1. degi M2M Russian Challenge Cup

Í dag hófst í Tsleevo Golf & Polo Club, M2M Russian Challenge Cup, en mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu. (Golf 1 var nýlega með kynningu á golfvellinum í Tsleevo, sem sjá má með því að SMELLA HÉR: ) Þátttakendur eru 114.

Meðal keppenda á M2M Russian Challenge Cup er Bigir Leifur Hafþórsson, GKG.  Hann kom í hús á 1 yfir pari, 73 höggum. Hann fékk 2 fugla og 2 skolla á fyrri 9 og því miður 1 skolla á seinni 9.

Golf 1 óskar Birgi Leif góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna á M2M Russian Challenge Cup SMELLIÐ HÉR: