Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2012 | 01:00

Evróputúrinn: Graeme Storm leiðir á KLM Open eftir 1. dag

Það er Englendingurinn Graeme Storm, sem leiðir eftir 1. dag KLM Open sem hófst í dag í Hilversumsche, í Hollandi í dag. Storm kom í hús á 7 undir pari, 63 höggum.

Hann er búinn að eiga ansi erfitt en afi hans dó á miðvikudaginn og honum hefir ekki gengið vel lengi fram að þessu.

Öðru sætinu deila Martin Kaymer, Fabrizio Zanotti og Raphaël Jacquelin á 5 undir pari, 65 höggum. Gaman að sjá Kaymer aftur í einu af efstu sætunum eftir langa fjarveru.

Fimmta sætinu deila þeir Peter Hanson, Craig Lee  og  Danny Willett ásamt þeim Raphaël Jacquelin, Felipe Aguilar og Alejandro Cañizares. Þeir eru allir á 4 undir pari, 66 höggum.

Munur milli 1. og 10. sætisins eru aðeins 3 högg og stefnir því í spennandi keppni um helgina.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag KLM Opne SMELLIÐ HÉR: