Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2012 | 01:45

PGA: Rory, Bo Van Pelt, Webb Simpson og Graham DaLaet eru í forystu á BMW Open – hápunktar og högg 1. dags.

Í gær hófst að Crooked Stick, í Carmel, Indiana BMW Open (3. mótið í 4 móta umspili FedExCup 2012). Þátttakendur nú eru aðeins 70.

Það eru 4 sem eru í forystu eftir 1. dag: Rory McIlory, Bo Van Pelt, Webb Simpson og Graham DaLaet. Allir voru þeir á 8 undir pari, 64 höggum.

Aðeins 1 höggi á eftir eru Tiger og Vijay Singh, en þeir deila 5. sætinu á 7 undir pari, 65 höggum.

Sjöunda sætinu deila síðan fyrrum nr. 1 í heiminum Luke Donald og Bandaríkjamennirnir Ryan Palmer og Ryan Moore á 6 undir pari, 66 höggum.

Til þess að sjá stöðuna á BMW Open eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á BMW Open SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá högg dagsins eftir 1. dag sem Graeme McDowell átti á BMW Open SMELLIÐ HÉR: