Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2012 | 21:30

Yngra lið Höfuðborgarinnar er yfir í viðureign við lið Landsbyggðarinnar – 9-3 eftir 2. umferð

Í dag fór fram í 4. sinn keppni milli úrvals Höfuðborgarinnar og Landsbyggðarinnar og áttu kappi bæði  eldri og yngri lið. Reykjavíkurúrvalið leiðir hjá yngri 6 upp. Úrslit eftir 2. umferð er eftirfarandi: Kjartan Dór Kjartansson            1            5/4         0                       Andri Már Óskarsson Ragnar Már Garðarsson                                                                     Sigurþór Jónsson ———————————————————————————————– Rafn Stefán Rafnsson Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2012 | 20:30

Hver er kylfingurinn: Brandt Snedeker? (3. grein af 4)

Í gær var fjallað um frábært nýliðaár Brandt Snedeker á PGA Tour, þ.e. 2007. Í kvöld verður fjallað um árin 2008-2010. Snedeker byrjaði árið 2009 með því að verða T-10 á Mecedes-Benz Championship. Hann var T-9 á FBR Open í febrúar og T-8 á PODS Championship í mars. Snedeker varð í fyrsta sinn meðal efstu 10 á risamóti á the Masters 2008 þegar hann varð T-3. Hann fór inn í lokahringinn í 2. sæti, 2 höggum á eftir þeim sem sigraði mótið, Trevor Immelman, en Snedeker var því miður með hring upp á 77 högg. Eftir að deila 3. sætinu á Masters mótinu náði Snedeker nýjum hæðum á heimslistanum, náði að komast Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2012 | 18:30

Eldra lið Reykjavíkurúrvalsins með pálmann í höndunum – Staðan er 10-2 eftir 2. umferð

Nú er lokið annarri umferð hjá eldri kylfingum í KPMG bikarnum og óhætt er að segja að staðan sé sterk hjá Reykjavíkurúrvalinu sem hefir hlotið tíu vinninga gegn tveimur Landsbyggðarúrvalsins.  Reykjavíkurúrvalið á því 8 vinninga fyrir lokahringinn.  Á morgun leika kylfingarnir þriðju og síðustu umferðina og verður þá leikinn tvímenningur eða maður á móti manni í holukeppni og eru þá 12 vinningar í boði þannig að allt getur enn gerst. Staðan eftir 2 umferðir:

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2012 | 18:00

LET: Caroline Hedwall og Alison Whitaker leiða eftir 1. dag í Vín

Það eru hin sænska Caroline Hedwall, fyrrum liðsfélagi Eyglóar Myrru Óskarsdóttur, GO, í Oklahoma State og ástralska stúlkan Alison Whitaker, sem leiða eftir 1. dag á UNIQA Ladies Golf Open mótinu styrktu af Raiffeisen, sem fram fer á Föhrenwald golfvellinum, rétt fyrir utan Vín í Austurríki og hófst í dag. Báðar spiluðu þær á 5 undir pari, 67 höggum. Þriðja sætinu deila W-7 módelið fyrrverandi, sænska fegurðardísin Mikaela Parmlid ásamt 2 öðrum Stacey Keating frá Ástralíu og Klöru Spilkovu frá Tékklandi.  Þær komu í hús í dag á 4 undir pari, 68 höggum og eru 1 höggi á eftir forystunni, hver. Sex stúlkur deila með sér 6. sætinu, enn einu höggi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2012 | 17:30

Birgir Leifur komst í gegnum niðurskurðinn í Rússlandi!!!

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG,  spilar um helgina á M2M Russian Challenge Cup ,á Jack Nicklaus hannaða Tsleevo golfvellinum í Rússlandi. (Sjá má nýlega umfjöllun Golf 1 um Tsleevo golfvöllinn með því að SMELLA HÉR: ) Það leit lengi vel framan af deginum út fyrir að Birgir Leifur myndi ekki komast í gegnum niðurskurð; hann var fram yfir hádegi fyrsti maður undir niðurskurðarlínunni – en Birgir Leifur hefir eflaust bara gert þetta viljandi til að hleypa smá spennu í hlutina. Hann var meðal þeirra síðustu sem komust í gegnum niðurskurð varð T-59 en miðað var við að 60 efstu kæmust áfram og þeir sem jafnir væru í 60. sæti. Birgir Leifur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2012 | 17:00

Evróputúrinn: Graeme Storm leiðir þegar KLM Open er hálfnað

Englendingurinn Graeme Storm heldur uppteknum hætti frá því í gær í Hilversumsche í Hollandi; er einn í 1. sæti á 11 undir pari, samtals 129 höggum (63 66). Storm spilaði skollalaust líkt og í gær, þó í dag hafi fuglarnir verið færri eða 4. Í 2. sæti eru Svíinn Peter Hanson, Spánverjinn Gonzalo-Fdez Castaño og Skotinn Scott Jamieson; allir á 8 undir pari, samtals 132 höggum, hver. Þjóðverjinn Martin Kaymer rann niður skortöfluna í dag eftir hring upp á 71 högg, en hann var T-2 í gær. Í dag deilir hann 14. sætinu ásamt 4 öðrum. Hann er búinn að spila á samtasl 138 höggum (65 71). Vonandi að dagurinn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2012 | 15:00

Afmæliskylfingur dagsins: Lovísa Hermannsdóttir – 7. september 2012

Það er Lovísa Hermannsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Lovísa er fædd 7. september 1949. Hún er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Lovísa hefir tekið þátt í fjölda opinna móta sem innanfélagsmóta hjá Keili og staðið sig vel. T.a.m. varð hún í 1. sæti á Gullhamrinum í Borgarnesi 2011. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér fyrir neðan: Lovísa Hermannsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Louise Suggs, 7. september 1923 (89 ára);  Mark Randall McCumber, 7. september 1951 (61 árs);  Elisa Serramia, 7. september 1984 (28 ára) …. og ….. Bæjarins Beztu Pylsur (75 ára) Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2012 | 13:25

PGA: Graeme McDowell fékk 2 högga víti fyrir að snerta lauf á BMW Championship

Graeme McDowell fékk tveggja högga víti á BMW Championship fyrir að snerta lauf í torfæru á lokaholu sinni, sem var sú 9. á Crooked Stick golfvellinum, í Carmel, en G-Mac byrjaði á 10. teig. Þar með braut hann reglu 13-4c og fékk 2 högga víti. G-Mac sagðist aldrei hafa lent í svona áður, en sagði jafnframt að kylfuberi hans hefði varað sig við greininni.  Hann túlkaði það svo að hann mætti ekki fjarlægja laufgreinina, en aldrei að hann mætti ekki snerta hana og fannst vítið býsna dýrkeypt. Eftir vítið var Graeme á 68 höggum; 4 höggum á eftir forystumönnum 1. dags, þ.á.m. landa sínum Rory McIlory. Nú er verið að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2012 | 11:00

Nýju stúlkurnar á LET 2012 (13. grein af 34): Yu Yang Zhang

Yu Yang Zhang, frá Kína er sú síðasta af stúlkunum 4 sem urðu í 22. sæti á Q-school LET, sem kynnt verður. Hinar, Clare Queen frá Skotlandi, Chrisje de Vries frá Hollandi og Stephanie Na frá Hollandi, hafa þegar verið kynntar. Yu Yang Zhang fæddist 23. júlí 1991 í Henan í Kína og er því 21 árs. Hún á því afmæli sama dag og Harris English, frábæri nýliðinn á PGA Tour. Zhang gerðist atvinnumaður í golfi 5. desember 2010. Meðal áhugamála hennar er að horfa á kvikmyndir og lesa góða bók. Zhang er ekki há í loftinu, aðeins 1,58 metra á hæð. Hún byrjaði að spila golf 9 ára. Meðal Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2012 | 09:25

Birgir Leifur lék á 75 á 2. degi á Tsleevo – er fyrir neðan niðurskurðarlínu sem stendur

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hefir lokið leik á 2. hring á M2M Russian Challenge Cup á Jack Nicklaus hannaða Tseleevo golfvellinum í dag. Það gekk ekki nógu vel – Birgir Leifur var á 3 yfir pari, 75 höggum. Samtals er hann því á 4 yfir pari, samtals 148 höggum (73 75). Niðurskurður er miðaður við 4 yfir pari og er Birgir Lefiur þegar þetta er skrifað (kl.9:25) fyrsti keppandi fyrir neðan niðurskurðarlínu og líklegra en ekki að hann komist því miður ekki í gegnum niðurskurð… nema þeir sem eigi eftir að ljúka keppni spili þeim mun verr. Litlar líkur eru á því – þar sem skor keppenda eru mjög lág. Lesa meira