Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, gengur yfir á 15. flöt í Grafarholtinu. Hún varð í 2. sæti aðeins 14 ára á síðasta móti Eimskipsmótaraðarinnar 2012, Síma mótinu. Glæsilegt!!! Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2012 | 18:30

Afmæliskylfingur dagsins: Ragnhildur Kristinsdóttir – 6. september 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Ragnhildur Kristinsdóttir, GR. Hún er fædd 6. september 1997 og á því 15 ára afmæli í dag. Ragnhildur er einfaldlega ein af okkar alefnilegustu ungu kvenkylfingum og árið 2012 er búið að vera henni gott. Hún er Íslandsmeistari í telpnaflokki í höggleik og varð í 2. sæti  á Íslandsmóti unglinga í holukeppni. Ragnhildur sigraði telpnaflokkinn á Unglingamótaröð Arionbanka, þ.e. 6. mótið á Urriðavelli, 3. mótið á Korpúlfsstaðavelli og varð í 2. sæti á 2. mótinu að Hellishólum og í 3. sæti á 1. móti tímbilsins á Skaganum, þ.e. í verðlaunasæti á öllum mótum Unglingamótaraðar Arion banka.

Ragnhildur Kristinsdóttir Íslandsmeistari í höggleik í telpnaflokki 2012.

En Ragnhildur lét ekki við það sitja. Aðeins 14 ára keppti hún á mótaröð þeirra bestu á Íslandi: Eimskipsmótaröðinni; tók þátt í 1. móti tímabilsins á Leirunni og á 6. og síðasta mótinu náði hún þeim stórglæsilega árangri að landa 2. sætinu á heimavelli sínum, Grafarholtsvelli.

Ragnhildur er jafnframt Íslandsmeistari með sigurkvennasveit GR í sveitakeppni GSÍ 2012 (NB! Langyngst 14 ára!!!);

Sigursveit GR 2012.

Ragnhildur hefir líka keppt erlendis í ár og gengið virkilega vel og fengið dýrmæta reynslu. Hún tók t.a.m. þátt á Junior Open Championship, sem fram fór á Fairhaven golfvellinum í Lancashire, Englandi en þar heilsaði meistari Opna breska 2011, Darren Clarke m.a. upp á Ragnhildi. Eins stóð Ragnhildur sig vel á Finnish International Junior Championship, sem fram fór í Vierumäki í Finnlandi, í júní s.l.  Loks er e.t.v. vert að nefna að Ragnhildur er í afrekshópi GSÍ og tók m.a. þátt í æfingaferð til Eagle Creek í Flórída fyrr á árinu.

Að lokum mætti geta að Ragnhildur er hluti af Reykjavíkurúrvalinu sem keppir við bestu kylfinga landsbyggðarinnar um KPMG bikarinn á morgun!

Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan:

Ragnhildur Kristinsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!)

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Dow Finsterwald, 6. september 1929 (83 ára); Stephen Gangluff, 6. september 1975 (37 ára)

….. og …..


Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is