Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2012 | 15:00

Nýju stúlkurnar á LET 2012 (12. grein af 34): Chrisje de Vries

Chrisje de Vries frá Hollandi er ein af 4 stúlkum, sem urðu í 22. sæti í Q-school LET á La Manga fyrr á árinu. Af hinum 3 sem urðu í 22. sæti hafa Clare Queen frá Skotlandi og Stephanie Na verið kynntar og aðeins eftir að kynna Yu Yang Zhang, frá Kína af þeim sem urðu í 22. sæti.

Chrisje fæddist í Rosmalen, Hollandi 31. mars 1988 og er því 24 ára. Hún á heima í Amsterdam. Öll fjölskylda Chrisje er í golfi, foreldrar, bróðir og afi, amma og frændi hennar.

Chrisje byrjaði að spila golf 7, þ.e. hún segist hafa verið farin að slá golfbolta þá og er því búin að vera í golfi í 17 ár.  Í upphafi skipti hún tíma sínum milli þess að spila hokkí, golf og píanó.  Hún valdi golfið 12 ára eftir að hún varð hollenskur meistari 13 ára. Meðal hápunkta í ferli Chrisje er 3. sætið í  Spanish Ladies Juniors 2007 (spilað var á La Cala) og varð í 2. sæti á European Team Championship í Svíþjóoð 2008. Á árunum 2009 og 2010 vann hún fjölda hollenskra titla í golfinu.

Árið 2011 gerðist Chrisje atvinnumaður í golfi eftir að útskrifast með gráðu í sögu frá háskólanum í Amsterdam. Hún æfir með þjálfara sínum John Vingoe og er félagi í Golf Club Houtrak heima í Hollandi.  Hún lék á ýmslum mótum á minni mótaröðum í Evrópu 2011 og eins á nokkrum mótum LET – en hlaut síðan kortið sitt og hefir fullan keppnisrétt á LET 2012.

Chrisje er 1,71 m á hæð og 62 kg.

Komast má á flotta heimasíðu Chrisje með því að SMELLA HÉR: