Hver er kylfingurinn: Brandt Snedeker? (2. grein af 4)
Nýliðaár Brandt Snedeker 2007 á PGA
Snedeker hlaut þegar athygli 2007 á nýliðaári sínu á PGA þegar hann jafnaði vallarmetið á fyrsta hring Buick Invitational var á 61 höggi. Hann leiddi í mótinu með 3 höggum þegar mótið var hálfnað en vegna 74 högg á 3. hring lauk hann keppni í 3. sæti. Hann náði að komast í gegnum niðurskurð 8 sinnum í röð og það byrjaði þegar á Bob Hope Chrysler Classic í janúar og lauk á Arnold Palmer Invitational í mars. Á þessu tímabili varð hann 3 sinnum meðal efstu 25.
Snedeker lék ekki eins vel og hann hafði vonað í apríl. Í fjórum mánuðum í apríl komst hann í gegnum niðurskurð tvisvar þ.á.m. varð hann T-16 á Verizon Heritage mótinu.
Frá maí og snemma fram í júní náði Snedeker tvisvar sinnum niðurskurði í þeim 4 sem hann tók þátt í. Þ.á.m. varð hann T-12 í hinu virta Players Championship. Snedeker varð síðan í 5. sæti í Stanford St. Jude Championship, 10. júní 2007 og með því fór hann fram úr 1 milljón dollar markinu í verðlaunafé á PGA Tour 2007… og það á nýliðaári sínu!!! Hann varð T-23 á US Open í næstu viku. Hann varð tvisvar meðal efstu 10 snemma í júli og síðan T-10 á Buick Open. Með þessum árangri komst Snedeker á topp 100 á heimslistanum í fyrsta sinn… og það á fyrsta ári sínu. Seinna í júlí varð hann T-7 á Canadian Open. Tveimur vikum eftir Canadian spilaði Snedeker á PGA Championship í fyrsta sinn. Snedeker varð T-18.
Snedeker vann fyrsta sigur sinn á PGA vikuna þar á eftir, á Wyndham Championship, í Norður-Karólínu. Með sigrinum komst hann í 55. sæti á heimslistanum. The Wyndham Championship var síðasta mótið fyrir FedEx Cup umspilið. Snedeker fór í umspilið í 9. sæti hvað punktastöðu varðaði og hann spilaði í öllum 4 mótunum. Hann var með árangra upp á T-47, T-14 og T-29. Snedeker varð í 20. sæti í lokapunktastöðu og fyrir það fékk hann bónustékka upp á $225,000. Fyrir frábæra frammistöðu sína hlaut hann titilinn nýliði ársins á PGA 2007. Snedeker lék í 29 PGA mótum 2007. Hann komst 23 sinnum í gegnum niðurskurð og vann á einu móti, var einu sinni í 3. sæti, 6 sinnum meðal 10 efstu og 13 sinnum meðal 25 efstu. Hann vann sér inn $2,836,643 í verðlaunafé og varð í 17. sæti á peningalistanum og lauk 2007 árinu í 47. sæti heimslistans.
Heimild: Wikipedia
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024