Hunter Mahan ætlar að nota Ryder Cup kjaftshöggið sem hvatningu
Hunter Mahan lýsti því að það, að hafa ekki verið valinn í Ryder Cup lið Bandaríkjanna, væri kjaftshögg (ens. kick in the teeth) en sagði að hann myndi nota það sem hvatningu til þess að reyna að komast í liðið aftur í Gleneagles 2014. Þrátt fyrir að hafa sigrað tvívegis á PGA Tour á þessu ári, þá var svolítil lægð um miðbik ársins nóg til þess að Mahan var 1 sæti frá því að komast sjálfkrafa í liðið. Hann hlaut ekki náð fyrir augum Davis Love III og fékk því ekki að keppa. Þegar allt kemur til alls var ég ekki að spila eins vel og hinir strákarnir, ég get engum Lesa meira
Evróputúrinn: Lee Westwood á 70 höggum á BMW Masters
Á facebook síðu Lee Westwood var meðfylgjandi mynd af honum. Undir henni stóð að hann hefði verið á 70 höggum í dag og síðan fylgdi með linkur á skortöflu. Honum má bæta við hér þ.e. til að sjá stöðuna eftir 1. dag í Shanghaí SMELLIÐ HÉR: Þar má sjá að Lee deilir 22. sætinu með 16 öðrum kylfingum, sem eru ekki af lakari endanum, en þeirra á meðal eru John Daly, Matteo Manassero, Paul Casey, Luke Donald og Ian Poulter. Þeir allir eru 8 höggum á eftir forystumanni mótsins Skotanum Jamie Donaldson, sem leiðir eftir 1. dag á 62 glæsihöggum og nýju vallarmeti á Lake Malaren.
Bubba Watson heldur uppboð á nokkrum Ryder Cup munum sínum til styrkar Bright Pink
Bubba Watson heldur uppboð á nokkrum munum frá Ryder bikar keppninni 2012 í Medinah til styrktar góðgerðarmálum. Meðal þess sem er á uppboðinu er Ryder Cup fáninn áritaður af öllum í bandaríska liðinu, hvítur liðsbolur Bubba og sá röndótti sem hann var í á sunnudeginum, árituð Bubba Watson skygni í hvítu og bláum lit og kylfu-cover í bandarísku litunum. Allur ágóði rennur til Bright Pink, samtaka sem einbeita sér að forvörnum og því að finna fljótt brjósta og leghálskrabbamein í ungum konum, auk þess sem þeim sem er í háum áhættuflokki er veittur stuðningur. Watson spilar líka með bleika PING drævernum sínum til þess að sýna stuðning sinn við góðgerðarsamtökin. Lesa meira
Evróputúrinn: Jamie Donaldson efstur á BMW Masters eftir 1. dag
Það er Jamie Donaldson frá Wales, sem er efstur á BMW Masters, sem hófst nú fyrr í morgun í Lake Malaren golfklúbbnum í Shanghai. Hann stakk alla heimsins bestu kylfinga af og setti nýtt vallarmet, 10 undir pari, glæsileg 62 högg á hring þar sem hann fékk 8 pör og 10 fugla, 5 á fyrri og 5 á seinni hluta vallarins. Donaldson, sem er 37 ára, er að eiga eitt sitt allra besta ár á Túrnum en í júlí í sumar vann hann einmitt fyrsta mótið sitt, þ.e. Opna írska, en fyrsti sigurinn kom eftir þátttöku Donaldson í 255 mótum á Túrnum. Nú er hann enn að láta að sér kveða Lesa meira
PGA: Troy Matteson efstur á CIMB Classic – Tiger í 8. sæti
Nú fyrr í morgun lauk 1. hring á CIMB Classic mótinu, sem fram fer í The MINES Resort and Golf Club í Kuala Lumpur. Þátttakendur eru 48, þ.á.m. nr. 2 á heimslistanum Tiger Woods. Eftir 1. hring er Bandaríkjamaðurinn Troy Matteson efstur spilaði 1. hring á 8 undir pari, 63 höggum. Landar hans Harman, Overton og Garrigus deila 2. sætinu á 7 undir pari sem og Jbe Kruger frá Suður-Afríku, en honum tókst ekki að ljúka leik í gær og á því eftir að spila 1 holu. Hann gæti þess vegna jafnað við Troy Matteson. Indverjinn Gaganjeet Bhullar og Bandaríkjamaðurinn Tom Gillis deila 6. sæti og síðan koma Tiger Woods Lesa meira
Pádraig Harrington sigraði á Grand Slam í 3. tilraun
Pádraig Harrington sigraði á móti í fyrsta sinn í 2 ár, jafnvel þó PGA Grand Slam of Golf sé aðeins sýning. Fjórum dögum eftir að Harrington samþykkti að taka sæti meistara Opna breska í ár, þ.e. sæti Ernie Els, þá lauk hann keppni á 4 undir pari, 67 höggum og vann Webb Simpson, í Port Royal, í Bermúda, með 1 höggi. Harrington, sem er þrefaldur risamótameistari tapaði í umspili á PGA Grand Slam árin 2007-08. Hann vann því sýningarmótið í 3. tilraun sinni og sem staðgengill annars risamótameistara. Síðasti opinberi sigur hans var í the Johor Open á Asian Tour seint á árinu 2010. „Ég hugsa að við höfum ekki sigrað í langan Lesa meira
Dýr á golfvöllum: Hákarl á 12. teig á golfvelli í Kaliforníu
Kylfingar og starfsmenn á golfvelli í Kaliforníu urðu heldur betur hissa þegar þeir fundu lifandi hákarl sprikla um á 12. teig vallarins. Ekkert vatn eða sjór er þarna nálægt og veit enginn hvernig 60 cm litli hákarlinn komst á San Juan Hills golfvöllinn í San Juan Capistrano, Kaliforníu. „Eftirlitsmennirnir okkar voru á hringnum sínum þegar þeir fundu hákarlinn spriklandi á teig,“ sagði Melissa McCormack, framkvæmdastjóri klúbbsins. „Hann spriklaði bara. Hreinskilnislega sagt er þetta það skrýtnasta sem komið hefir fyrir hér.“ Eftirlitsmaðurinn tók hákarlinn í bíl sinn og keyrði með hann í klúbbhúsið. Þar var honum komið fyrir í fötu með saltvatni í. Eftirlitsmaðurinn Bryan Stitzer keyrði síðan með hákarlinn í Lesa meira
Ólafur Björn í 59. sæti í Florence eftir 1. hring
Ólafur Björn Loftsson, NK, tekur nú þátt í úrtökumóti fyrir PGA Tour í Florence, Suður-Karólínu. (Komast má á heimasíðu klúbbsins með því að SMELLA HÉR:) Ólafur Björn lék 1. hring á 4 yfir pari, 74 höggum í dag; fékk 2 fugla og 6 skolla en golfvöllur Florence Country Club er par-70. Hann lauk fyrsta hring í 59. sæti sem hann deilir með 5 öðrum. Í efsta sæti eru Timothy Schaetzel frá Georgíu og Jon Curran frá Flórída, báðir á 64 höggum eða 6 undir pari, hvor. Golf 1 óskar Ólafi Birni góðs gengis á morgun! Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR:
NGA: Strákarnir komust ekki í gegnum niðurskurð í Flórída
Þórður Rafn Gissurarson, GR, Alexander Aron Gylfason, GR og Nökkvi Gunnarsson, NK komust ekki í gegnum niðurskurð á 1. mótinu sem þeir tóku þátt í á NGA Pro Tour – Bridgestone Winter Series, sem fer fram í Metro West Golf Club, í Flórída. Þórður Rafn lék á samtals 6 yfir pari, 150 höggum (76 74) bætti sig um 2 högg frá því í gær. Hann fór líka upp um 4 sæti úr 49. sæti í 45. sætið og stóð sig best íslensku þátttakendanna. Aðeins 27 efstu og þeir sem voru jafnir í 27. sætinu komust í gegnum niðurskurð, sem miðaður var við samtals 2 yfir pari og munaði því samtals 4 Lesa meira
Viðtal við Sean Foley sveifluþjálfara Tiger – myndskeið
Brian Wacker golffréttamaður á PGA Tour tók skemmtilegt viðtal við Sean Foley, kanadískan sveifluþjálfara Tiger Woods. Með viðtalinu fylgdi eftirfarandi kynningarmyndskeið um Foley, SMELLIÐ HÉR: En hér fer síðan viðtalið í lauslegri íslenskri þýðingu: Sp: Ég vil fara með þig u.þ.b. 10 ár aftur í tímann þegar þú sast á bar í Kanada með Sean Casey, sem nú er framkvæmdastjóri í Glen Abbey og þú sást Tiger í sjónvarpinu og sagðir:„Ég mun þjálfa hann dag einn,“ Hvernig gastu verið svona viss um að þú gætir það? SEAN FOLEY: Ég var vanur að segja þetta og mér var bara svarað með háði. Sumt er erfitt að útskýra. Það er eins og Lesa meira









