Ragnheiður Jónsdóttir | október. 24. 2012 | 16:30

Viðtal við Sean Foley sveifluþjálfara Tiger – myndskeið

Brian Wacker golffréttamaður á PGA Tour tók skemmtilegt viðtal við Sean Foley, kanadískan  sveifluþjálfara Tiger Woods. Með viðtalinu fylgdi eftirfarandi kynningarmyndskeið um Foley, SMELLIÐ HÉR:

En hér fer síðan viðtalið í lauslegri íslenskri þýðingu:

Sp: Ég vil fara með þig u.þ.b. 10 ár aftur í tímann þegar þú sast á bar í Kanada með Sean Casey, sem nú er framkvæmdastjóri í Glen Abbey og þú sást Tiger í sjónvarpinu og sagðir:„Ég mun þjálfa hann dag einn,“ Hvernig gastu verið svona viss um að þú gætir það?

SEAN FOLEY: Ég var vanur að segja þetta og mér var bara svarað með háði. Sumt er erfitt að útskýra. Það er eins og að biðja einhvern að tala um hugmyndir eins og Guð eða örlög. Það er virkilega erfitt að koma þessu í setningar og orð og að skammta því rétta. Ég get sagt þér að það voru líklega ekki margir sem töldu að ég myndi þjálfa hann. En ég hef séð fólk eins og Nelson Mandela sem er hent í fangelsi í 27 ár en kemur síðan út og verður forseti í því ríki. Og það er ekki bara að hann varð forseti hann fyrirgaf þeim sem héldu honum niðri.

Jafnvel þó þetta hafi allt ekkert að gera með mína stöðu, þá hugsaði ég með mér sem barn, allt í lagi, ef hann getur gert þetta hvað get ég þá gert? Ég vildi alltaf kenna golf. Það var margt sem ég vildi gera og það er það góða þegar maður er ungur. En ég hélt bara að þetta væri svalt.

Sp.: Hversu mikið hafðir þú fylgst með Tiger á þeim tíma og allt að 2010 þegar þið fóruð að vinna saman? Augljóslega dag einn ertu á útjaðrinum og hinn daginn ertu í innsta hring.

SEAN FOLEY: Nú, það er frábær saga. Þegar ég var á the Canadian Open á þessu ári og er að ganga niður eftir einni brautinni heyri  ég kallað „Foley“ og ég hef lært að snúa mér ekki við, þannig að ég held bara áfram. Mér finnst gaman að tala við fólk en það eru bara 24 tímar í sólarhringnum. Og síðan heyri ég aftur „Foley,“ og síðan heyri ég náunga segja eitthvað um golf og ég sný mér við og það er Angelo Lettieri, vinur minn úr menntaskóla. Angelo, Kyle Beatty, John Manning og ég kynntumst allir á fyrsta deginum okkar í Notre Dame High School í Burlington á skrifstofu rektors.  Við vorum allir þar innan 10 mínútna frá því að bjallan hringdi. Sjokkerandi ekki satt?  Þetta var fyrir 23-24 árum. Svolítið brjálæðislegt ekki satt? Ang …. hann gæti leikið aukahlutverk í the Sopranos, hann er klassík … sagði: „Mannst þegar við vorum 15 og ég kom að heimsækja þig þarna um sumarið? Þeir spiluðu allir bandarískan ruðningsbolta og kölluðu mig Hr. Golf. Þeir þekktu engan annan sem spilaði golf. Segjum aðeins að það hafi verið vandræðin við að vera í golfi í kringum 1989 og ’90 — maður varð bara hreinlega fyrir stríðni. Núna eru Tiger og strákar eins og Gary Woodland og Dustin Johnson og Rickie Fowler og Hunter Mahan og það þykir bara svalt að vera í golfi.

En hvað sem öðru líður, ég var 15 ára og við vorum að horfa á golf og  Nick Price var að vinna mót og Ang sagði, „Hver er þetta?“ Ég svaraði: „Þetta er Nick Price. Hann er nr. 1 í heiminum.“ Ég sagði: „En það er strákur í Kaliforníu sem er 14 ára og heitir Tiger Woods og hann á eftir að verða betri en allir hinir.“ Þannig að ég hef fylgst með Tiger í langan tíma. Ef maður er í golfi, þá er maður golfáhangandi. Og ég held að ef þú ert golfáhangandi þá eru miklar líkur á að þú sért aðdáandi Tiger.“

Sp.: Hver var stærsta áskorunin fyrir þig þegar þú byrjaðir að vinna með Tiger?

SEAN FOLEY: Bara að reyna að skilja hvernig hann lærir, að reyna að skilja það sálfræðilega hverju við urðum að laga okkur að.  Það sem er svo ótrúlegt með Tiger er að hann 36 ára, sem búinn er að eiga í meiðslum á ökkla og hné sé í svona góðu formi. Þannig að hann getur bætt fyrir ýmislegt. En framar öðru var það bara að skilja þegar við vorum að tala saman hvað komst til skila og hvað ekki. Það tekur tíma.

Sp.: Hver var stærsta áskorunin fyrir Tiger þegar hann byrjaði að vinna með þér?

SEAN FOLEY: Líklega það hversu mikið ég tala. Og hann er ekki einn af þeim sem segir:„Hey, þú talar of mikið.“

Sp.:Ég er viss um að hann lætur þig vita af því að sinn hátt. Lítur hann á þig á einhvern sérstakan hátt (þegar honum finnst of mikið talað)?

SEAN FOLEY: Já, en ég vissi ekki hvernig það leit út. Þegar hann og Justin (Rose) líta t.d. út eins þeir séu virkilega að veita athygli eru þeir í raun farnir. Maður verður að vera með rétta tímasetningu. En þegar lífið er það sem það er honum og hann er miðpunktur athygli og fólk sem hefir unnið náið með honum hefir skrifað bók um hann, þá verður að vinna sér inn traust, það er ekki gefið. Ég hugsa að þegar maður hefir brennt sig, fólk hefir nýtt sér sambönd sín við mann til þess að koma sjálfu sér á stall á siðlausan hátt, þá hlýtur hann að hugsa með sér af hverju ætti þess freki, skoðanamargi kanadíski gaur að vera öðruvísi?

Sjáðu við erum að horfa á mann sem er 36 og besti leikmaður allra tíma. Eftir önnur 12 ár er hann besti leikmaður allra tíma. Það er óhjákvæmilegt. Láttu mig taka þetta aftur. Ég ætla ekki að segja óhjákvæmilega en hann hefir óhemju tækifæri að verða það vegna þess að er það góður. Þannig að ég er sú persóna sem hann fer og hlustar á til þess að verða það — það er stór ákvörðun.

Sp.: Hver var lægsti punkturinn fyrir hann með það sem þú varst að reyna að kenna?

SEAN FOLEY: Lægsti punktur sérhvers íþróttamanns eru meiðsl. Hann er mjög þolinmóður og hann er mjög í stjórn á öllu. En spyrjið Peyton Manning eða hvern sem er af strákunum. Ég held ekki að það sé svo mikið að þeir geti ekki fengist við það að vera meiddir, það er bara að þeir geta ekki gert það, sem er svo stór hluti af þeim.

Sp.: Þú hafðir þjálfað Stephen Ames, Sean O’Hair, Hunter Mahan og Justin Rose. Hvers vegna heldur þú að Tiger hafi valið þig sem þjálfara sinn?

SEAN FOLEY: Ég ætla ekki að tala fyrir hann en hann sagði að það hefði verið þekkingin og staðreyndin að allir þessir strákar slá vel. Við unnum svolítið saman 2010 á PGA Championship, en meira en nokkuð held ég að ég geti þakkað það Sean og Hunter. Og síðan þegar ég fékk tækifæri útskýrði ég hlutina þannig að það var í samræmi við þá stefnu sem hann vildi fara þannig að þetta var tækifæri og heppni. Það er þess vegna sem það er svo mikil auðmýkt í árangri, vegna þess að maður gerir sér grein fyrir að það eru svo margir aðrir þætti sem maður hefir enga stjórn yfir sem verða að falla með manni. En það var augljóst að hann hafði fylgst með mér þegar ég stóð fyrir aftan þá þegar þeir slógu 8 milljón bolta á 5 árum. Síðan bað Tiger mig bara að líta á sveiflu sína.

Sp.: Það sem hann virðist hafa átt í mestu vandræðum með, a.m.k. nú að undanförnu er stutta spilið hans 125 yardar og nær pinna, púttin o.s.frv. Af hverju?

SEAN FOLEY: Þetta er afleiðing sveiflubreytinga til þess að tryggja að hann geti haldið áfram að spila ómeiddur. Næstu 10 árin, mun hann spila af braut. Það tekur tíma að breyta mynstrum og hreyfingum og síðan fór hann úr mjög lausu gripi í það sem er aðeins fastara en hlutlaust [í sérhverju höggi eða stroku]. Það sem gerist er þegar gripið er eins veikt og það var að maður fer að nota hendur og arma til þess að snúa kylfunni. Kylfan ferðast á 117 mílna hraða á klst; það er of mikill tími. Fólk heldur að ef maður vill fade-a högg (högg tekið þannig að boltinn tekur sveigju til hægri þ.e. lekur til hægri) þá verði bara að opna kylfuandlitið. Nú kylfuandlitið er opið fyrir ferlinum en það er lokað miðað við línu skotmarks. Þannig að það er tímasetning versus að setja hann þangað sem kylfuandlitinu er beint og lokað á toppnum  og gera þetta að líkamshreyfingu fremur en lárétta hreyfingu niður með of mikinn tíma í höndum og handleggjum. Fyrri hreyfingin hafði augljóslega mjög góða punkta en líka slæma eins og hæfileikar hans með 6-járni og niður þeir voru frábærir en höfðu áhrif á dræv hans.

Maður verður að muna að dræverinn sveiflast hraðast og er fjærst frá þér og hann hefir þyngdir. Hann var bara meira og meira fastur með þeirri kylfu. Þessir hlutir skemma stöðugt fyrir. Þegar kylfan hreyfist þetta hratt og fer úr stöðu þá fer ekki orkan í boltann heldur eitthvert annað og líkaminn tekur við. En þegar maður sér þessa hluti snúast við með auknum æfingum (og nýju sveiflunni) þá byrjar hann að aðlagast. Breytingin á gripinu var nauðsynleg til þess að auðvelda tæknina, en þeir litu ekkert auðveldlega út fyrstu 20 mánuðina.

Sp.: Hvað finnst þér um nýlegar uppljóstranir Johnny Miller um að snemma á ferli sínum hafi Tiger beðið Johnny að þjálfa sig?

SEAN FOLEY: Maður veit ekki með Johnny Miller. Hann segir bara svo mikið af vitleysu. Ég á ekki í nokkrum vandræðum með að líta eftir honum. Ég ber mikla virðingu fyrir honum sem leikmanni og hvernig hann sér leikinn og hvernig hann var sérstakur og allt það, en ég veit ekki. Og af hverju hann kemur fram með þetta núna versus s.l. 13 ár veit ég ekki. En sjáðu til, Johnny Miller var brjálæðislegur leikmaður með stuttu járnin.

Sp: Hversu langt er Tiger búinn að ná frá fyrsta degi sem þú byrjaðir að þjálfa hann?

SEAN FOLEY: Það sem fólk spyr um er, er hann kominn aftur tilbaka? Það er ekki hægt að fara aftur (á bak) Það er ekki til nokkuð sem heitir tilbaka. Hver dagur er nýr dagur. Við tökum framförum eða ekki. Við sem manneskjur tökum fram eða afturförum. Við förum öll í gegnum tímabil þar sem við tökum framförum og síðan kemur bakslag. Þannig að með mig þá hef ég líklega tekið framförum fram að því að ég var 18 og síðan tók ég afturförum í 4 ár og síðan framförum og afturförum og framförum, veistu hvað ég meina?

Sp: Hversu miklum framförum hefir hann (Tiger) tekið s.l. 2 ár?

SEAN FOLEY: Ég get í raun aðeins talað um s.l. ár vegna þess að það er í raun eini tíminn sem hann hefir haft heilsu til þess að þjálfa. Þetta er eins og að endurþræða F-16 orustuflugvél. Hún (flugvélin) veit þegar hvernig hún á að fljúga á ótrúlegum hraða, það er hægt að láta hana gera hvað sem er. Maður verður bara að tengja réttu þræðina innan í henni og sjá til þess að  í lagi sé með þá, það er allt of sumt.

Ég hef aldrei kennt einhverjum að gera eitthvað sem þeir geta ekki þá þegar gert. Þeir annaðhvort gerðu sér ekki grein fyrir að þeir gætu gert það eða vissu bara ekki hvernig. Maður verður að muna að það eru þeir (nemendurnir) sem eru að slá boltann þannig að það eru þeir sem eru að performera. Tiger hefir staðið sig framúrskarandi vel á ferli sínum og er jafngóðum hverjum sem er í íþróttasögunni. Ég reyni bara að lýsa af hverju á að gera hlutina fremur en hvernig.

SP: Tiger hefir náð þeim punkti þar sem þið verjið ekki eins miklum tíma saman, þar sem þið eruð ekki yfir sérhverri sveiflu eða höggi. Sérðu fyrir þér tíma þar sem Tiger þarfnast ekki sveifluþjálfara?

SEAN FOLEY: Það væri óskandi fyrir alla að það væri tilfellið. En málið er að augljóslega finnst mér gaman að því sem ég geri og þetta er það sem ég hef lifibrauð mitt af þannig að maður verður bara að vera framar öðrum og halda áfram að læra og læra og læra og læra til þess að auðvelda spurningar þeirra. Maður er þarna til að styðja við bakið á þeim og þeir vita að þeir geta treyst og þeir vita að maður segir þeim eins og er. Ég held stundum að þetta snúist minna um að þjálfa, þegar maður lítur á John Wooden eða Phil Jackson, þetta snýst minna um leikskipulag þetta snýst meira um mannlega þáttinn.

Sp: Sérðu fyrir þér að þú munir ekki þjálfa neinn eftir Tiger vegna þess að hvert fer maður eftir að maður hefir þjálfað þann besta?… eða tekur þú bara næsta nemanda?

SEAN FOLEY: Nei, mér finnst gaman að þjálfa. Mér hefir t.a.m. fundist gaman að vinna með Seung-Yul Noh. Við byrjuðum að vinna saman þegar hann var 20 þannig að hann á eftir að læra svo margt. Hann er yndislegur kylfingur. En það er ekki svo mikið sem þarf að læra í golfi. Ég er 38 ára, 18 árum eldri en hann. Ég hef fengið minn skerf af mótlæti og reynslu ég hef lært mikið ég hef hlustað á mikið af gáfuðu fólki. Þetta snýst bara um að reyna að finna eða velja rétta mómentið til að gefa tilbaka. En á sama tíma á ég mér stóra drauma og sýnir.

Sp: Hver eru þau?

SEAN FOLEY: Ég veit það ekki enn. Ég lifi einn draum nú sem ég átti mér fyrir löngu síðan. Ég sé bara næstu sýn sem eru yndislegir krakkar sem sjá fyrir sér sömu tækifæri. Þetta snýst ekki raunverulega um golf. Ég hef gert það svo lengi að það er bara hluti af því sem ég geri. Þegar strákarnir vinna mót þá er það svalt, það er frábært fyrir þá. Þeir unnu mót. Ég sló ekki eitt einasta högg. Ég mat ekki vindinn. Ég fékkst ekki við hávaðann í áhorfendum eða hræðsluna eða efann eða mat hvort ég þyrfti 80% til að slá boltann eða 100%. Ég er á æfingasvæðinu og er þar til að veita tæknilega aðstoð og byggja upp concept þeirra um af hverju hlutir gerast. Ekki að áliti mínu heldur sýni ég þeim sannanir byggðar á staðreyndum.

Plato (grískur heimspekingur fornaldar) sagði að óöryggi kæmi ef maður skyldi ekki concept-in, þannig að þegar fólk segir að golf sé ekkert nema tilfinningin þá er það rétt en það er svo miklu meira það er list; vísindi og stærðfræði. Það er eins og þegar stúlka leggur af og einhver segir henni að næringaráðgjafi hennar sé frábær. Það er manneskjan sem í reynd fórnaði og tókst á við allar freistingarnar, sem þarf að fá hrósið.

Einhver sagði við mig: „Strákarnir þínir hafa sigrað 6 mót í ár og þeir hafa 23 sinnum verið meðal 10 efstu,“ Ég vissi það ekki einu sinni. Eina ástæðan fyrir því að ég veit að þeir unnu 6 mót var vegna þess að einhver hafði áður sagt mér það. Ég er nógu heppinn að starfa við að kenna náungum sem er miklu betri en ég í golfi hvernig á að vera aðeins nákvæmari eða slá aðeins lengra. Þetta er draumastarf.“

Heimild: PGA Tour