NGA: Strákarnir komust ekki í gegnum niðurskurð í Flórída
Þórður Rafn Gissurarson, GR, Alexander Aron Gylfason, GR og Nökkvi Gunnarsson, NK komust ekki í gegnum niðurskurð á 1. mótinu sem þeir tóku þátt í á NGA Pro Tour – Bridgestone Winter Series, sem fer fram í Metro West Golf Club, í Flórída.
Þórður Rafn lék á samtals 6 yfir pari, 150 höggum (76 74) bætti sig um 2 högg frá því í gær. Hann fór líka upp um 4 sæti úr 49. sæti í 45. sætið og stóð sig best íslensku þátttakendanna.
Aðeins 27 efstu og þeir sem voru jafnir í 27. sætinu komust í gegnum niðurskurð, sem miðaður var við samtals 2 yfir pari og munaði því samtals 4 höggum að Þórður Rafn kæmist í gegn.
Hinir tveir Íslendingarnir spiluðu líka mun betur á seinni hringnum í dag. Alexander Aron bætti sig um 7 högg milli hringja spilaði á 80 höggum í gær en var á frábærum 73 í dag. Hann lauk keppni jafn öðrum í 56. sæti.
Sá sem bætti sig mest var Nökkvi Gunnarsson, NK. Hann var í neðsta sætinu í gær á samtals 11 yfir pari, 83 höggum en sýndi sitt rétta andlit í dag og spilaði á 72 höggum þ.e. parinu í dag! Bætti sig um 11 högg, sem dugði til þess að koma honum úr neðsta sætinu, 81. sætinu í 66. sætið eða upp um heil 15 sæti.
Á facebook síðu Nökkva sagði hann nú fyrir skemmstu um hring sinn í dag: „ Kominn heim til Dunedin. Erfiðari aðstæður í dag en í gær eins og sést á heildarskorinu. Nokkuð sáttur með hringinn í dag, sýnir að maður á heima þarna. Skipti um pútter fyrir hringinn, fór í belly-inn og var snöggtum skárri. Svekkjandi að hafa týnt hausnum í gær, það hefði verið nóg að spila sitt eðlilega golf til að fara áfram. En svona er nú það :-). Þetta fer í reynslubankann. Nú er bara að byggja á þessu.“
Golf 1 óskar Nökkva, Alexander Aron og Þórði Rafni góðs gengis í næstu viku þegar spilað verður í Stoneybrook Golf Club í Flórída!
Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag í Metro West Golf Club í Flórída SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024