Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2012 | 10:30

Hunter Mahan ætlar að nota Ryder Cup kjaftshöggið sem hvatningu

Hunter Mahan lýsti því að það, að hafa ekki verið valinn í Ryder Cup lið Bandaríkjanna, væri kjaftshögg (ens. kick in the teeth) en sagði að hann myndi nota það sem hvatningu til þess að reyna að komast í liðið aftur í Gleneagles 2014.

Þrátt fyrir að hafa sigrað tvívegis á PGA Tour á þessu ári, þá var svolítil lægð um miðbik ársins nóg til þess að Mahan var 1 sæti frá því að komast sjálfkrafa í liðið.  Hann hlaut ekki náð fyrir augum Davis Love III  og fékk því ekki að keppa.

Þegar allt kemur til alls var ég ekki að spila eins vel og hinir strákarnir, ég get engum kennt um nema sjálfum mér í raun,“ sagði hann á símafundi fyrir næsta mót sem hann tekur þátt í, Thailand Golf Championship.

„Þegar maður hefir verið í s.l. 5 liðum, veit maður hversu gaman það er, manni finnst allt ferlið skemmtilegt, að vera með strákunum spila æfingaleiki við þá o.s.frv.“

„Og þegar maður er ekki þarna, veit maður að maður er að missa af einhverju og það er ömurlegt. Þetta er eins og maður hafi brugðist sjálfum sér. Þetta er kjaftshögg.“

„En það frábæra við leikinn er að maður veit að það skiptir engu hvað maður gerði í gær, það sem skiptir máli er það sem maður gerir á morgun. Þetta er leikur sannleikans, það er hægt að vera heppinn, en það er ekki hægt að komast áfram á fornri frægð.“

Mahan segir að hann hafi endurskoðað ákvörðun sína að horfa ekki á leikinn, þegar Evrópa náði yfirhöndinni eftir 10-6 forystu Bandaríkjamanna.

„Það var erfitt að horfa á þetta. Mér leið illa f.h. strákanna vegna þess að ég veit hvað þeir börðust hart, en það verður líka að hrósa Evrópubúunum, þeir yfirspiluðu lið Bandaríkjanna á sunnudaginn,“ sagði hann.

Þetta verður hvatning

Mahan náði stærsta sigri ferils síns á  WGC-Accenture Match Play Championship í febrúar s.l. og náði inn á topp 10 heimslistans.

Hann ákvað að hætta við að keppa á WGC-HSBC Champions í Kína þar sem hann varð í 7. sæti á síðasta ári til þess að fá meira frí.

Og þó hann hafi ekki spilað í Medinah finnst hinum 30 ára Mahan að ferill hans sé að réttri braut og hann hlakkar til næsta keppnistímabils.

„Það er góð hvatning að reyna að komast aftur í liðið; ég vann inn meiri pening á þessu ári en nokkru sinni og gerði nokkra hluti sem ég hef aldrei gert áður,“ sagði hann.

„Ef maður spilar þennan leik í 25 ár eru hæðir og lægðir. Ég hef meiri hvatningu nú en nokkru sinni og gleymi ekki að ég get enn bætt mikið í leik mínum.“

Mótið í næstu viku í Amata Spring Country Club fyrir utan Bangkok verður fyrsta mótið sem hann tekur þátt í, í Thaílandi og það veitir honum tækifæri að tékka á púttunum, sem hann viðurkennir að séu ansi margbreytileg á hröðum, hörðum flötum.

Keppt er um $ 1 milljón á þessu móti  Asian Tour , en í mótinu taka líka þátt Lee Westwood, Darren Clarke og Bubba Watson – en sá síðarnefndi er einmitt félagi Mahan í hljómsveitinni vinsælu „Golf Boys“, sem á klassíska  golflagið „Oh, oh, oh“ sem sjá má með því að

SMELLA HÉR: