Ragnheiður Jónsdóttir | október. 24. 2012 | 21:00

Ólafur Björn í 59. sæti í Florence eftir 1. hring

Ólafur Björn Loftsson, NK, tekur nú þátt í úrtökumóti fyrir PGA Tour í Florence, Suður-Karólínu.  (Komast má á heimasíðu klúbbsins með því að SMELLA HÉR:)

Ólafur Björn lék 1. hring á 4 yfir pari, 74 höggum í dag; fékk 2 fugla og 6 skolla en golfvöllur Florence Country Club er par-70. Hann lauk fyrsta hring í 59. sæti sem hann deilir með 5 öðrum.

Í efsta sæti eru Timothy Schaetzel frá Georgíu og Jon Curran frá Flórída, báðir á 64 höggum eða 6 undir pari, hvor.

Golf 1 óskar Ólafi Birni góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: