
Evróputúrinn: Jamie Donaldson efstur á BMW Masters eftir 1. dag
Það er Jamie Donaldson frá Wales, sem er efstur á BMW Masters, sem hófst nú fyrr í morgun í Lake Malaren golfklúbbnum í Shanghai.
Hann stakk alla heimsins bestu kylfinga af og setti nýtt vallarmet, 10 undir pari, glæsileg 62 högg á hring þar sem hann fékk 8 pör og 10 fugla, 5 á fyrri og 5 á seinni hluta vallarins. Donaldson, sem er 37 ára, er að eiga eitt sitt allra besta ár á Túrnum en í júlí í sumar vann hann einmitt fyrsta mótið sitt, þ.e. Opna írska, en fyrsti sigurinn kom eftir þátttöku Donaldson í 255 mótum á Túrnum. Nú er hann enn að láta að sér kveða með svona líka glæsilegu vallarmeti í Shanghai.
Svíinn Peter Hanson, sem er enn fúll út í Ryder Cup fyrirliða sinn, José María Olazábal vegna þess að hann fékk svo lítið að spila í Medinah, að hann ætlar ekki að skrifa honum jólakort er í 2. sæti heilum 4 höggum á eftir Donaldson, þ.e. 66 höggum; en hann fékk 8 fugla, 8 pör og 2 skolla – fuglarnir komu 3 á fyrri 9 og 5 á seinni 9. Öðru sætinu deilir Hanson með Francesco Molinari, sem líka var á 6 undir pari, 66 höggum og var með hreint skorkort 6 fugla og 12 pör.
Fjórða sætinu deila José María Olazabal ásamt nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy og Michael Hoey á 5 undir pari, 67 höggum.
Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti eftir 1. dag BMW Masters í Shanghai SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 9. 2022 | 14:00 Ágúst Ársælsson klúbbmeistari í Svíþjóð
- ágúst. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson —— 8. ágúst 2022
- ágúst. 8. 2022 | 08:00 Evróputúrinn: Callum Shinkwin sigraði á Cazoo Open
- ágúst. 7. 2022 | 20:00 AIG Women’s Open 2022: Ashleigh Buhai sigraði!!!
- ágúst. 7. 2022 | 17:30 Íslandsmótið 2022: Kristján Þór og Perla Sól Íslandsmeistarar 2022!!!
- ágúst. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2022
- ágúst. 7. 2022 | 15:15 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-3 og Bjarki T-35 á Vierumäki Finnish Challenge
- ágúst. 7. 2022 | 14:50 Íslandsmótið 2022: Perla Sól og Kristján Þór leiða eftir 3. dag
- ágúst. 7. 2022 | 14:30 Íslandsmótið 2022: Lokatilraun til að spila 4. hring verður gerð kl. 16:30
- ágúst. 6. 2022 | 22:00 Íslandsmótið 2022: Hulda Clara og Sigurður Bjarki jöfnuðu vallarmetin á Vestmannaeyjavelli
- ágúst. 6. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (31/2022)
- ágúst. 6. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Doug Ford, Pétur Steinar Jóhannesson og Michel Besancenay – 6. ágúst 2022
- ágúst. 5. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gylfi Rútsson – 5. ágúst 2022
- ágúst. 4. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hjörtur Þór Unnarsson – 4. ágúst 2022
- ágúst. 4. 2022 | 14:00 Forsetabikarinn 2022: Davis Love III útnefnir Simpson og Stricker sem varafyrirliða