Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2012 | 08:15

Evróputúrinn: Jamie Donaldson efstur á BMW Masters eftir 1. dag

Það er  Jamie Donaldson frá Wales, sem er efstur á BMW Masters, sem hófst nú fyrr í morgun í Lake Malaren golfklúbbnum í Shanghai.

Hann stakk alla heimsins bestu kylfinga af og setti nýtt vallarmet, 10 undir pari, glæsileg 62 högg á hring þar sem hann fékk 8 pör og 10 fugla, 5 á fyrri og 5 á seinni hluta vallarins. Donaldson, sem er 37 ára, er að eiga eitt sitt allra besta ár á Túrnum en í júlí í sumar vann hann einmitt fyrsta mótið sitt, þ.e. Opna írska, en fyrsti sigurinn kom eftir þátttöku Donaldson í 255 mótum á Túrnum. Nú er hann enn að láta að sér kveða með svona líka glæsilegu vallarmeti í Shanghai.

Svíinn Peter Hanson, sem er enn fúll út í Ryder Cup fyrirliða sinn, José María Olazábal vegna þess að hann fékk svo lítið að spila í Medinah, að hann ætlar ekki að skrifa honum jólakort er í 2. sæti heilum 4 höggum á eftir Donaldson, þ.e. 66 höggum; en hann fékk 8 fugla, 8 pör og 2 skolla – fuglarnir komu 3 á fyrri 9 og 5 á seinni 9. Öðru sætinu deilir Hanson með Francesco Molinari, sem líka var á 6 undir pari, 66 höggum og var með hreint skorkort 6 fugla og 12 pör.

Fjórða sætinu deila José María Olazabal ásamt nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy og Michael Hoey á 5 undir pari, 67 höggum.

Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti eftir 1. dag BMW Masters í Shanghai SMELLIÐ HÉR: