Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2012 | 07:45

PGA: Troy Matteson efstur á CIMB Classic – Tiger í 8. sæti

Nú fyrr í morgun lauk 1. hring á CIMB Classic mótinu, sem fram fer í The MINES Resort and Golf Club í Kuala Lumpur. Þátttakendur eru 48, þ.á.m. nr. 2 á heimslistanum Tiger Woods.

Troy Matteson

Eftir 1. hring er Bandaríkjamaðurinn Troy Matteson efstur spilaði 1. hring á 8 undir pari, 63 höggum.  Landar hans Harman, Overton og Garrigus deila 2. sætinu á 7 undir pari sem og Jbe Kruger frá Suður-Afríku, en honum tókst ekki að ljúka leik í gær og á því eftir að spila 1 holu. Hann gæti þess vegna jafnað við Troy Matteson.

Indverjinn Gaganjeet Bhullar og Bandaríkjamaðurinn Tom Gillis deila 6. sæti og síðan koma Tiger Woods og 4 aðrir í 8. sæti, en Tiger á enn eftir að spila 1 holu og gæti því enn bætt stöðu sína.

Jason Dufner spilaði á 3 undir pari 68 höggum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á CIMB Classic  SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá högg dagsins sem Jeff Overton átti á 1. degi á CIMB Classic SMELLIÐ HÉR: