Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2012 | 08:38

Bubba Watson heldur uppboð á nokkrum Ryder Cup munum sínum til styrkar Bright Pink

Bubba Watson heldur uppboð á nokkrum munum frá Ryder bikar keppninni 2012 í Medinah til styrktar góðgerðarmálum.

Meðal þess sem er á uppboðinu er Ryder Cup fáninn áritaður af öllum í bandaríska liðinu, hvítur liðsbolur Bubba og sá röndótti sem hann var í á sunnudeginum, árituð Bubba Watson skygni í hvítu og bláum lit og kylfu-cover í bandarísku litunum.

Allur ágóði rennur til Bright Pink, samtaka sem einbeita sér að forvörnum og því að finna fljótt brjósta og leghálskrabbamein í ungum konum, auk þess sem þeim sem er í háum áhættuflokki er veittur stuðningur. Watson spilar líka með bleika PING drævernum sínum til þess að sýna stuðning sinn við góðgerðarsamtökin.

Uppboðið fer fram næstu 6 daga þannig að það er nægur tími fyrir þá hér á Íslandi, sem vilja og geta, að taka þátt.

 SMELLIÐ HÉR: til að fá nánari upplýsingar um uppboðið og uppboðsmunina.