Afmæliskylfingur dagsins: Ian Michael Baker Finch – 24. október 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Ian Michael Baker Finch. Hann fæddist 24. október 1960 í Nambour, Queensland í Ástralíu og er því 52 árs í dag. Ian Michael ólst upp í sama nágrenni í Queensland og heimsþekktir ástralskir kylfingar þ.e. Greg Norman og Wayne Grady. Þekktastur er Ian Michael fyrir að sigra á Opna breska, árið 1991. Ian Michal gerðist atvinnumaður í golfi 1979. Hann segir Jack Nicklaus hafa haft mest áhrif á feril sinn, þar sem hann segist hafa byggt golfleik sinn á bók Gullna Björnsins (Nicklaus) „Golf My Way”. Á atvinnumannsferli sínum sigraði Ian Michael 17 sinnum; 2 sinnum á PGA; 2 sinnum á Evróputúrnum; 3 sinnum á japanska PGA; 17 sinnum Lesa meira
Lítið á nýju Paulu Creamer auglýsinguna þar sem hún hyggst kenna Charles Barklay
Í nýjustu auglýsingu CDW var Paula Creamer fengin til að kenna Charles Barklay, sem hefir vægast sagt mjög einstaklingsbundna og sérviskulega golfsveiflu, s.s. frægt er orðið. Tekst Paulu að kenna Barklay nokkuð? Það má sjá með því að skoða myndskeiðið af auglýsingunni. SMELLIÐ HÉR:
Tiger hefir ekki tapað „WOW“ áhrifum sínum
Ef Tiger Woods hefir fundist Rory McIlroy skyggja örlítið á sig eftir að hafa risið á topp heimsgolfsins, þá segir Ryder Cup félagi Tiger, Jason Dufner að hinn 14-faldi risamóts sigurvegari hafi ekki tapað neinu af stjörnuskini sínu. Meðan McIlroy er í Kína í þessari viku og keppir á BMW Masters innan um stjörnur sem sigrað hafa á risamótum, þá keppir fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Tiger á CIMB Classic í Malasíu, þar sem hann er bara einn af 8 leikmönnum af topp-50 á heimslistanum, sem keppir í $6.1 milljóna mótinu. Meðan að gæði þeirra 48 sem keppa í mótinu skortir dýpt þeirra sem keppa á BMW Masters í Shanghai, þá Lesa meira
Tiger efast um að sér takist að slá risamótamet Jack Nicklaus
Tiger Woods segir að golf sér orðið mun erfiðara og það sé miklu meiri samkeppni frá yngri kynslóð kylfinga. Tiger sagði í viðtali í morgun að hann væri farinn að efast um hvort sér myndi takast að slá met Jack Nicklaus um 18 sigra á risamótum og sagði að ný kynslóð með Rory McIlroy í forystu flækti málin. Þetta kom fram í viðtali við Woods í Malasíu, fyrir CIMB Classic mótið sem hann tekur þátt í, í þessari viku. Tiger sagði að sjálfstraust hans um að ná töfratölunni 19 (þ.e. 19 risamótssigrum) hefði minnkað til muan eftir að sigurleysi hans á risamóti allt frá árinu 2008 á Opna bandaríska þegar Lesa meira
Tinna og Cheyenne Woods taka þátt í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð kvenna
Cheyenne Woods, 22 ára frænka nr. 2 á heimslistanum, Tiger Woods og fyrrum liðsfélagi Ólafíu Þórunnar „okkar“ Kristinsdóttur í Wake Forest hefir tilkynnt að hún ætli sér í úrtökumót fyrir Evrópumótaröð kvenna í von um að hljóta kortið sitt fyrir 2013 keppnistímabilið. Í sömu hugleiðingum er Tinna Jóhannsdóttir í Golfklúbbnum Keili, Hafnarfirði en hún ætlar öðru sinni að reyna að hljóta kortið eftirsóknarverða á Evrópumótaröð kvenna. Úrtökumótið nefnist the LET’s Lalla Aïcha Tour School 2013 og fer fram í tveimur stigum; fyrra stigi 6.-9. desember og lokastigið 13.-17. desember 2012. Leikið er í Al Maaden Golf and Amelkis Golf Club í Marrakech, Marokkó. Þetta er í fyrsta sinn sem Cheyenne Woods tekur Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla lauk leik í 25. sæti og Ragna Björk og The St. Leo Lions urðu í 6. sæti í liðakeppninni í Flórída
Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og the Royals, golflið The Queens University of Charlotte og Ragna Björk Ólafsdóttir, klúbbmeistari GKG 2012 og í golfliði St. Leo Lions hafa báðar lokið leik á the Flagler Fall Slam í St. Augustine, í Flórida. Mótið var tveggja daga og stóð 22.-23. október var lokahringurinn spilaður í gær. Spilaði var í Marsh Creek Country Club. (Smellið á undirstrikuðu orðin til þess að komast á heimasíðu klúbbsins).Þáttakendur voru 91 frá 18 háskólum. Íris Katla lék samtals á 15 yfir pari, 159 höggum (78 81) og varð í 25. sæti í einstaklingskeppninni, sem hún deilir með nokkrum öðrum. Íris Katla var á 2. besta skorinu í liði sínu Lesa meira
Rory drepur á dreif sögusögnum um $ 250 milljóna samning við Nike
Rory McIlroy kom sér undan spurningu er snerti vaxandi vangaveltur um að hann væri að fara að undirrita marg-milljón dollara samning við Nike, í viðtali við AFP í Lake Malaren Golf Club í gær. Nú fyrr í vikunni birtust fréttir af því í The Irish Times að Rory væri að fara að undirrita 250 milljón dollara samning (þ.e. upp á u.þ.b. 31 milljarð íslenskra króna) til 10 ára við íþróttavöruframleiðandann Nike. Samningur McIlroy við Titleist rennur út í árslok 2012. Varðandi samninginn hugsanlega hafði Rory eftirfarandi að segja:„Þessar sögusagnir hafa verið á sveimi árum saman og virðast alltaf koma upp á þessum tíma árs.“ „Ég ætla að láta Conor (Ridge, Lesa meira
Ólafur Björn hefur leik í dag á úrtökumóti fyrir PGA Tour
Ólafur Björn Loftsson, afrekskylfingur í NK hefur í dag leik í úrtökumóti fyrir PGA mótaröðina. Mótið fer fram í Florence, Suður-Karólínu og keppt er í Florence Country Club (komast má á heimasíðu klúbbsins með því að SMELLA HÉR:) Ólafur Björn fer út kl. 9:40 að staðartíma (kl. 13:40 að íslenskum tíma) og aðeins 1 er með honum í holli Justin Smith frá St. Paul, Minnesota; en flest önnur holl eru 3 manna. Golf 1 óskar Ólafi Birni góðs gengis! Fylgjast má með stöðunni hjá Ólafi Birni í Florence með því að SMELLA HÉR:
Harrington með 2 högga forystu á Grand Slam
Pádraig Harrington er að gera eins mikið og hann getur úr tækifæri sínu til að spila á PGA Grand Slam of Golf, en hann komst í mótið á síðustu stundu, í stað Ernie Els, sem er að jafna sig eftir ökklatognun. Sigurvegarinn í þessari 4 manna Grand Slam keppni hlýtur £375.000. (u.þ.b. 75 milljónir íslenskra króna) og bara fyrir það eitt að taka þátt hlýtur sá sem tapar £125,000 (25 milljónir íslenskra króna). Pádraig Harrington var á 5 undir pari, 66 höggum, eftir fyrri hring, í Southampton, Bermúda, þar sem mótið fer fram. Hann er með tveggja högga forystu á sigurvegara the Masters í ár, Bubba Watson. Webb Simpson sigurvegari Opna bandaríska var líkt Lesa meira
NGA: Þórður Rafn lék best af Íslendingunum í Metro West
Þórður Rafn Gissurarson, GR, lék best af Íslendingunum þremur sem hófu leik á NGA Pro Tour – Bridgestone Winter Series á fyrsta móti vetrarins í Metro West Golf Club, í Flórída. Þórður Rafn lék 1. hring á 4 yfir pari 76 höggum og deilir sem stendur 49. sæti með 5 öðrum kylfingum. Næstbest lék Alexander Aron Gylfason, GR, en hann var á 8 yfir pari, 80 höggum og er í 72. sæti ásamt 2 öðrum kylfingum og lestina rekur Nökkvi Gunnarsson, NK, Íslandsmeistari 35+ 2012, en hann er neðstur í 78. sæti eftir að hafa komið í hús á 11 yfir pari, 83 höggum. Á facebook síðu sinni sagði Nökkvi Lesa meira









