Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2012 | 09:00

Evróputúrinn: Lee Westwood á 70 höggum á BMW Masters

Á facebook síðu Lee Westwood var meðfylgjandi mynd af honum.  Undir henni stóð að hann hefði verið á 70 höggum í dag og síðan fylgdi með linkur á skortöflu.

Honum má bæta við hér þ.e. til að sjá stöðuna eftir 1. dag í Shanghaí  SMELLIÐ HÉR: 

Þar má sjá að Lee deilir 22. sætinu með 16 öðrum kylfingum, sem eru ekki af lakari endanum, en þeirra á meðal eru John Daly, Matteo Manassero, Paul Casey, Luke Donald og Ian Poulter.

Þeir allir eru 8 höggum á eftir forystumanni mótsins Skotanum Jamie Donaldson, sem leiðir eftir 1. dag á 62 glæsihöggum og nýju vallarmeti á Lake Malaren.