Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2012 | 07:00

Pádraig Harrington sigraði á Grand Slam í 3. tilraun

Pádraig Harrington sigraði á móti í fyrsta sinn í 2 ár, jafnvel þó PGA Grand Slam of Golf sé aðeins sýning.

Fjórum dögum eftir að Harrington samþykkti að taka sæti meistara Opna breska í ár, þ.e. sæti Ernie Els, þá lauk hann keppni á 4 undir pari, 67 höggum og vann Webb Simpson, í Port Royal, í Bermúda, með 1 höggi.

Harrington, sem er þrefaldur risamótameistari tapaði í umspili á PGA Grand Slam árin 2007-08. Hann vann því sýningarmótið í 3. tilraun sinni og sem staðgengill annars risamótameistara.

Síðasti opinberi sigur hans var í the Johor Open á Asian Tour seint á árinu 2010.

„Ég hugsa að við höfum ekki sigrað í langan tíma og ég verð að segja þér, þeir koma ekki nándar nærri eins oft og maður telur að þeir ættu að koma,“ sgði Harrington, sem var samtals á 9 undir pari, 133 höggum og vann sér inn $600,000 (þ.e. 75 milljónir íslenskra króna). Og þegar þú sigrar verður maður að vera viss um að njóta þess. Ég átti þetta eftir, eftir að hafa tapað tvívegis í umspili. Það var gaman að koma aftur og sigra núna. Jú, þetta er góð tilfinning. Ég hef ekki sigrað í nokkurn tíma þannig að veistu þetta er fínt. Að sigra er vani og það er gaman þegar það gengur eftir.“

Simpson missti tökin á leiknum á seinni 9 og náði sér aldrei þrátt fyrir að hann hafi lokið leik í gær skollalaust á fínu skori 65 höggum.

Sigurvegari The Masters, Bubba Watson, fékk 4 fugla og 2 skolla og síðan skramba og var með skor upp á 71 högg. Hann varð T-3 eða jafn öðrum í síðasta sæti réttast sagt, þar sem aðeins 4 kepptu og hann deildi síðasta sætinu með Keegan Bradley, sem spilaði á 67 höggum. Bradley kom í mótið í staðinn fyrir Rory McIlroy, sem spilar í Shanghaí.

Simpson sagði að það sem hefði snúið leiknum á seinni 9 í gær hefði verið að Harrington fékk 3 fugla í röð frá 11. flöt.

„Þrátt fyrir að ég hafi skoðað þetta vandlega tókst mér bara að vera á parinu en hann spilaði á 3 undir,“ sagði Simpson. „Ég var með 2 pútt í röð sem fóru ekki ofan í. Boltinn var í miðjunni þar sem maður taldi að hann færi beint. Þær voru svolítið spælandi þessar tvær holur, að horfa á þetta úr svona mikilli nálægð og halda að maður fái fugl.“

Heimild: northjersey.com