Golfvellir á Kýpur: Minthis Hills
EM klúbbaliða fer nú fram á Minthis Hills golfvellinum á Kýpur og tekur karlasveit GKG þátt og gengur vel. Það er því ekki úr vegi að fræðast aðeins um Kýpur og golfvellina þar og verður hér fjallað um Minthis Hills, þar sem mótið fer fram. Kýpur (gríska: Κυπριακή Δημοκρατία) er eyjan, þar sem Afródíta, gyðja ástar og fegurðar fæddist. Kýpur er 3. stærsta eyjan og sú austasta í Miðjarðarhafinu, hún liggur suður af Tyrklandi og í norðvestan við Líbanon og Sýrland. Kýpverjar hlutu sjálfstæði frá Bretum 1959 og hefur norðurhluti eyjunnar verið undir stjórn Tyrklands en suðurhluti undir stjórn Grikkja. Kýpur fékk aðild að Evrópusambandinu 1. maí 2004. Eyjan er 9.251 Lesa meira
Ian Poulter og brellugolfhöggameistarinn Geoff Swain – myndskeið
Ian Poulter þarf ekki að hafa áhyggjur af að missa vinnuna sína á næstunni – en þar sem enginn veit sína ævina …. þá er gott að vita að hann gæti átt sér framtíð á öðru sviði – golfbrelluhöggum. Fyrir Ryder keppnina fór Poulter að hitta golfbrelluhöggameistarann Geoff Swain. Skyldi Olazábal hafa vitað af því hvað Poulter var að bauka? Auðvitað er Poulter atvinnumaður og að láta erfið högg líta út fyrir að vera auðveld tilheyrir. En þau eru bara nokkuð flott golfbrelluhöggin hjá Ian Poulter. Best er að skoða þau sjálf með því að SMELLA HÉR:
Alfreð Brynjar lék best GKG-inga á EM klúbbliða – GKG í 5.-6. sæti eftir 1. dag
Alfreð Brynjar Kristinsson, Guðjón Henning Hilmarsson og Kjartan Dór Kjartansson spila nú á Kýpur í EM klúbbliða (European Men´s Club Trophy). GKG vann sér inn þátttökurétt á mótinu eftir sigurinn í Sveitakeppni GSÍ í ágúst, en alls taka 25 þjóðir þátt í mótinu. Spilað er á Minthis Hills golfvellinum. Alfreð Brynjar lék best strákanna úr GKG í dag, en hann var á 4 undir pari, 67 höggum og deilir 5. sætinum með öðrum. Guðjón Henning var á 1 yfir pari, 72 höggum og Kjartan Dór rak lestina í dag á 8 yfir pari, 79 höggum. Tvö bestu skorin af 3 telja. Sveit GKG er í 5.-6. sæti eftir 1. dag Lesa meira
Ólafur Björn á 71 höggi á 2. degi í Florence
Ólafur Björn Loftsson, NK, tekur nú þátt í úrtökumóti fyrir PGA Tour í Florence, Suður-Karólínu. (Komast má á heimasíðu klúbbsins með því að SMELLA HÉR:) Ólafur Björn er búinn að spila á samtals 5 yfir pari, 145 höggum (74 71). Hann bætti sig um 3 högg milli hringja; fékk 4 fugla og 5 skolla og var á 1 yfir pari í dag. Ómögulegt er að segja í hvaða sæti Ólafur Björn er því svo margir eiga eftir að ljúka leik. Í efsta sæti sem stendur eru tveir kylfingar á samtals 6 undir pari, 134 höggum hvor en það eru Chris Gallagher frá Norður-Karólínu og Wes Homan frá Ohio. En eins og segir Lesa meira
Sjáið útgáfu Jesper Parnevik af „Gangnam Style“ – myndskeið
„Gangnam Style“ æðið hefir náð alla leið til kylfingsins og grínistans sænska Jesper Parnevik, þess sem er einna frægastur fyrir að hafa kynnt barnfóstru sína fyrrverandi, Elinu Nordegren, fyrir Tiger Woods, en þau giftust, áttu 2 börn og skildu s.s. frægt er orðið. „Gangnam Style“ er vinsælt myndband með kóreanska rapper-anum PSY. Upprunalega myndbandið SMELLIÐ HÉR: , hafa u.þ.b. 530 milljónir séð frá því í sumar. Í framhaldinu hafa verið búin til um 100 aðrar útsetningar af ósköpunum. Og nú er Jesper Parnevik búinn að búa til sína útgáfu. Myndskeiðið er það sem búast má við af kylfingi sem notaði eldfjallaösku sem bætiefni. Í myndskeiðinu bregður fyrir frægum kylfingum á borð Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Theodór og Ari luku leik á 2. og 3. besta skori af liði University of Arkansas Monticello á Millsaps Collegiate
Theodór Emil Karlsson, GKJ og Ari Magnússon, GKG, sem báðir spila með golfliði University of Arkansas Monticello léku þann 22.-23. október s.l. á Millsaps Collegiate mótinu. Mótið fór fram í Deerfield Country Club í Jackson, Mississippi en ekki í Lake Caroline golfklúbbnum, í Madison, Mississippi þar sem Birgir Leifur vann það frækilega afrek að komast á næsta stig úrtökumóts fyrir PGA Tour, eins og misfórst í frétt Golf1 frá 21. október s.l. Þátttakendur í Millsaps Collegiate Invitational voru 62 frá 12 háskólum. Theodór Emil spilaði á samtals 159 höggum (81 78) og varð T-17 þ.e. jafn öðrum í 17. sæti á mótinu í einstaklingskeppninni. Hann var á 2. besta skori Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Denny Shute – 25. október 2012
Herman Densmore „Denny“ Shute f. 25. október 1904 – d. 13. maí 1974 var bandarískur kylfingur sem vann 3 risamót á 4. áratug síðustu aldar. Denny fæddist í Cleveland, Ohio. Pabbi hans fæddist í Englandi. Hann var í Western Reserve University (sem nú heitir Case Western Reserve University) og var félagi í Phi Gamma Delta. Hann kvæntist 20. mars 1930 Hettie Marie Potts og áttu þau 1 barn saman. Denny Shute sigraði á Opna breska árið 1933 og á PGA Championship, árin 1936 og 1937. Hann var síðasti kylfingurinn, sem tókst að sigra Opna breska 2 ár í röð áður en Tiger Woods tókst það 1999 og 2000. Denny Shute Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Jamie Donaldson?
Velski kylfingurinn Jamie Donaldson setti glæsilegt vallarmet á Lake Malaren golfvellinum í Shanghai nú fyrr í dag upp á 62 högg. Það gerðist á BMW Masters mótinu sem hófst í dag. En hver er þessi 37 ára kylfingur frá Wales? Donaldson fæddist í Pontypridd í Wales, 19. október 1975 og er því nýorðinn 37 ára og því jafnaldri Tiger Woods. Hann gerðist atvinnumaður í golfi fyrir 12 árum þ.e. árið 2000. Honum tókst ekki að komast í gegnum Q-school Evrópumótaðarinnar og því spilaði hann fyrst aðallega á Áskorendamótaröðinni. Hann vann BMW Russian Open og Telia Grand Prix mótið í Svíþjóð og varð í 2. sæti á stigalista Áskorendamótaraðarinnar. Hann nýtti sér Lesa meira
LPGA: Inbee Park í forystu á 1. degi Sunrise LPGA Taíwan Championship
Nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna Yani Tseng var hvött áfram af þúsundum áhanganda, sem fögnuðu henni þegar hún kom í hús í morgun á 5 undir pari 67 höggum, 2 höggum á eftir forystukonu mótsins, Inbee Park, á Sunrise LPGA Taiwan Championship. Yani sem á titil að verja, var svo hrærð að hún táraðist, en hún er að hugsa um að snúa 7 mánaða sigurleysi sér í hag og byrjaði vel í dag fékk 6 fugla og 1 skolla. Inbee Park sem búin er að vera 10 sinnum meðal 10 efstu í 20 mótum sem hún hefir tekið þátt í á árinu spilaði skollafrítt, fékk 7 fugla og 11 pör á Sunrise Lesa meira
Ernie Els skiptir um umboðsaðila
Ernie Els hefir skipt um umboðsskrifstofu í 2. skipti á litlu meira en 1 ári, en hann ætlar að græða á aukinni fjölmiðlaumfjöllunn í kjölfar sigurs síns á Opna breska á þessu ári. Hinn 43 ára Els frá Suður-Afríku, er sífellt að færa út kvíarnar, en meðal þess sem hann fæst við eru m.a. góðgerðarmál, golfvallarhönnun og vínræktun. Hann fór frá umboðsfyrirtæki sínu Pros Incorporated s.l. þriðjudag og gekk til liðs við IMG, þar sem fyrir eru kylfingar á borð við Luke Donald, Sergio Garcia og Jason Dufner. Els sneri aftur í kastljós fjölmiðla með sigri sínum á Royal Lytham & St Anne’s í júlí, þegar hann vann 4. risamótatitil sinn. Um Lesa meira









