Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2012 | 08:00

Matthew Guyatt leiðir á Talisker Masters eftir 1. dag – Adam Scott í 2. sæti

Ástralinn Matthew Guyatt leiðir á Talisker Australian Masters sem hófst fyrr í morgun hinum meginn á hnettinum. Hann kom í hús á 7 undir pari, 65 höggum; fékk 8 fugla og 1 skolla. Adam Scott er í 2. sæti eftir 1. dag, fékk fugla á seinni 9 og lauk hringnum á 5 undir pari, 67 höggum Scott byrjaði á 10. holu og var á parinu eftir fyrri 9 (þ.e. seinni 9 á vellinum, Kingston Heath) en fékk síðan 4 fugla í röð og bætti einum við á 7. holu. Hann deilir 2. sætinu með landa sínum, Michael Landry og Ryder Cup hetju evrópska liðsins Ian Poulter, sem á titil að verja. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2012 | 07:30

Rory slær bolta af Peak Tower í Hong Kong

Nú á þriðjudaginn s.l. á blaðamannafundi fyrir UBS Hong Kong Open sló Rory McIlroy nokkra bolta af þaki Peak Tower í Hong Kong. Spurning hvort einhver hafi fengið þá í sig niðri á götum Hong Kong? Það er Rory sem á titil að verja á UBS Hong Kong Open. Auk Rory voru eftirfarandi kylfingar staddir á fundinum: fjórfaldur US PGA Tour sigurvegari Matt Kuchar og þrír risamótsmeistarar: Pádraig Harrington, Paul Lawrie og Yang Yong-eun (betur þekktur sem YE Yang). The Hong Kong Open er elsta mót Hong Kong. Það hófst 1959 og varð hluti af dagskrá Evrópumótaraðarinnar fyrir 10 árum, þ.e. 2002. Það á sér ríka og virta sögu, en sigurvegarar á því Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2012 | 07:00

Evróputúrinn: Jiménez tekur forystu snemma dags í Hong Kong

Miguel Ángel Jiménez hefir tekið forystu snemma dags á UBS Hong Kong Open, sem hófst fyrr í morgun í Fanling í Hong Kong. Jiménez kom inn á 5 undir pari, 65 höggum. Hann fékk 5 fugla, 11 pör og 2 skolla. Fjórir kylfingar eru sem stendur í 2. sæti: José Maria Olázabal fyrirliði liðs Evrópu í Ryder Cup, Svíinn Fredrik Anderson Hed, Y.E Yang frá Suður-Kóreu og kínverskur kylfingur, Lian-Wei Zhang.  Þeir allir eru búnir að spila á 4 undir pari, 66 höggum. Margir kylfingar eiga eftir að ljúka leik og því getur framangreind stað breyst eftir því sem líður á daginn. Til þess að fylgjast með stöðunni á UBS Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2012 | 20:30

NGA: Þórður Rafn komst ekki í gegnum niðurskurð í Harmony

Þórður Rafn Gissurarson, GR, dró sig í dag úr   4. móti NGA Pro Tour – Bridgestone Winter Series, í Harmony Golf Preserve, í Harmony, Flórída. Þátttakendur eru 88. Þórður Rafn spilaði á 77 höggum í gær og ljóst að erfitt myndi verða fyrir hann að komast í gegnum niðurskurð. Það voru 29 efstu og þeir sem jafnir eru í 29. sæti sem fá að spila á morgun. Niðurskurður miðaðist við samtals 4 undir pari eftir 2. dag. Næsta mót NGA Pro Tour er í Southern Dunes Golf Club í Flórída og fer fram dagana 27.-29. nóvember þ.e. eftir 2 vikur. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag mótsins í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2012 | 20:15

Birgir Leifur var á 73 höggum á 2. degi úrtökumótsins í Flórída

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnumaður í GKG, spilaði í dag 2. hring á 2. stigi úrtökumóts fyrir PGA Tour 2013. Keppt er á Plantation Preserve Golf Course & Club, í Plantation, í Broward sýslu, í Suður-Flórída. Sjá má heimasíðu golfstaðarins með því að SMELLA HÉR:  Birgir Leifur lék á 2 yfir pari, 73 höggum í dag, fékk 1 fugl, 15 pör og 1 skolla og 1 skramba. Samtals er Birgir Leifur búinn að spila á 1 yfiir pari, 143 höggum  (70 73) og er sem stendur í 62. sæti. Einkavinur Tiger Woods, Notah Begay er í 68. sæti, 2 höggum á eftir Birgi Leif. Í efsta sæti er „heimamaðurinn“ Rob Oppenheim, á samtals Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2012 | 20:00

Afmæliskylfingar dagsins: Jacob Thor Haraldsson og Nicolas Colsaerts – 14. nóvember 2012

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Jacob Thor Haraldsson og belgíski Ryder Cup kylfingurinn Nicolas Colsaerts.  Jacob Thor fæddist 14. nóvember 1962 og á því 50 ára stórafmæli í dag!!! Nicolas fæddist 14. nóvember 1982 og á því 30 ára stórafmæli í dag!!!  Komast má á facebook síðu Jacobs Thor til þess að óska honum til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Jacob Thor Haraldsson (50 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Charles Blair Macdonald, f. 14. nóvember 1855 – d. 21. apríl 1939 ….. og …… Ágústa Hansdóttir (54 ára) Petrea Jónsdóttir (63 ára) Lára Halla Snæfells Bent Larsen Fróðason (35 ára) Golf 1 óskar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2012 | 19:30

Nokkrar staðreyndir um Anniku Sörenstam

Vissuð þið eftirfarandi um einn albesta kvenkylfing allra tíma, Anniku Sörenstam, sem enn er uppáhaldskylfingum margra Íslendinga, þótt hún hafi lagt kylfiurnar á hilluna og keppi ekki lengur á atvinnumannamótunum og kemur aðeins fram í stöku móti oftar en ekki til stuðnings góðu málefni? * Á atvinnumannsferli sínum vann Annika í 72 opinberum mótum LPGA, þ.á.m. á 10 risamótum og 18 öðrum alþjóðlegum mótum. * Sem barn var Annika alhliða íþróttamaður. Hún var meðal bestu tennisspilara í Svíþjóð, hún spilaði fótbolta og er frábær á skíðum. * Annika var svo feimin sem unglingur að hún þrípúttaði af ásetningi til þess að verða ekki í 1. sæti og þurfa ekki að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2012 | 19:15

Branden Grace stefnir á að sigra SA Open

Eftir að hafa sigrað 4 sinnum á nýliðaári sínu á Evrópumótaröðinni, þá getur Branden Grace náð að toppa þetta allt saman með titli sem hann setur ofar öllu: að sigra heima í Suður-Afríku á SA Open. Skotinn Richie Ramsay er eini alþjóðlegi kylfingurinn sem tekist hefir að sigra á hinu sögulega South African Open síðasta áratuginn, þannig að þeir sem líklegastir eru taldir til að sigra í Serengeti nú um helgina eru Suður-Afríkumennirnir Branden Grace,  Charl Schwartzel og sá sem á titil að verja Hennie Otto. Grace sigraði á Joburg Open, Volvo Golf Champions, China Open og Alfred Dunhill Links og er þannig í 6. sæti á peningalista Evrópumótaraðarinnar. South African Open Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2012 | 15:30

Sandy Lyle spilar ásamt syni sínum James á feðra/sona móti

Frægðarhallarkylfingurinn Sandy Lyle mun keppa ásamt syni sínum, James í feðra/sona móti þ.e. PNC Father/Son Challenge í Orlando, Flórída, dagana 13.-16. desember n.k. Hér áður fyrr gátu þeir ekki keppt saman því annaðhvort var James ekki nógu gamall eða kunni ekki golf. Nú er James hins vegar orðinn nógu gamall og ekki nóg með það hann er kominn með 5 í forgjöf og er félagi í Woburn golfklúbbnum, sem er nálægt London. Aðspurður um Ryder Cup og af hverju hann hefði ekki enn verið útnefndur fyrirliði  liðs Evrópu vísaði Lyle til þess að hann og Larry Nelson væru í svipuðum kringumstæðum þar sem þeir hefðu báðir unnið risamót og átt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2012 | 09:30

Rickie Fowler í nýrri Red Bull auglýsingu – myndskeið

Kylfingurinn Rickie Fowler er einn af þeim ofurtöffurum meðal íþróttamanna, sem eru á samningi hjá Red Bull orkudrykkja-framleiðandanum. Aðrir kylfingar sem eru á samningi hjá Red Bull er m.a. hin unga Lexi Thompson. Nú hefir Red Bull fengið nokkra af íþróttamönnunum, sem eru á samningi hjá þeim til þess að taka þátt í næstum 6 mínútna auglýsingu, myndskeiði sem e.t.v. er svalasta Rube Goldberg-machine myndskeið sögunnar. Auk Rickie koma m.a. fram íþróttamennirnir Lolo Jones og Ryan Sheckler í þessu myndskeiði sem fyrirtækið nefnir „The Kluge.“ Þar sjást íþróttamennirnir m.a. stökkva úr flugvélum og Rickie Fowler pitch-ar af 23 metra færi beint ofan í holu. Til þess að sjá Red Bull auglýsinguna SMELLIÐ Lesa meira