LPGA: Pettersen, Ryu og Yoo leiða eftir 1. dag CME Group Titleholders
Það eru þrjár sem leiða eftir 1. dag CME Group Titleholders mótinu, sem hófst á arnarvellinum í Twin Eagles Golf Club í Naples, Flórída. Titleholders er lokamót LPGA á keppnistímabilinu 2012. Þær sem leiða eru norska frænka okkar Suzann Pettersen og So Yeon Ryu og Sun Young Yoo frá Suður-Kóreu. Þær spiluðu allar á 6 undir pari, 66 höggum. Aðeins 1 höggi á eftir eru 4: NY Choi, frá Suður-Kóreu; Cristie Kerr frá Bandaríkjunum, Karine Icher frá Frakklandi og Lindsey Wright frá Ástralíu. Tveimur höggum á eftir forystukonunum er síðan hópur 4 annarra kvenkylfinga: Brittany Lincicome og Lizette Salas frá Bandaríkjunum; Julietta Granada frá Paraguay og Jiyai Shin frá Suður-Kóreu. Af Lesa meira
Sólskinstúrinn: Merick Bremner leiðir á SA Open eftir 1. dag
South Africa Open er samstarfsverkefni Sólskinstúrsins suður-afríska og Evrópumótaraðarinnar. SA Open hófst í gær á Serengeti Golf & Wildlife Estate í Ekurhuleni í Suður-Afríku. Mótið er 2. elsta golfmótið í heimi (hófst 1893) aðeins Opna breska er eldra (hófst 1860). Eftir 1. dag leiðir heimamaðurinn Merick Bremner. Hann kom í hús á 8 undir pari, 64 höggum. Henrik Stenson frá Svíþjóð og Matthew Carvell frá Suður-Afríku deila 2. sætinu á 6 undir pari, 66 höggum. Gaman að sjá Stenson aftur meðal efstu manna en gengi hans hefir ekki verið svo beisið undanfarið. Meðal keppenda í mótinu eru risamótssigurvegararnir Martin Kaymer sem skilaði sér inn á 2 undir pari, 70 höggum Lesa meira
Viðtalið: Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG.
Viðtalið í kvöld er við einn af bestu kylfingum landsins, Alfreð Brynjar Kristinsson. Hér fer viðtalið: Fullt nafn: Alfreð Brynjar Kristinsson. Klúbbur: Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (GKG). Hvar og hvenær fæddistu? Ég er fæddur í Reykjavík, 22 janúar 1985. Hvar ertu alinn upp? Myndi segja Mosfellsbær, en hef verið mikið á ferðinni. Átti heima í Danmörku, Álaborg og Horsens þegar ég var yngri. Svo fór ég í háskóla nám til Norður Karólínu, USA. Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Kvæntur Hönnu Sesselju Hálfdandardóttir. Það spila nánast allir í fjölskyldunni golf. Forgjöf í fjölskyldunni ef ég man þetta rétt er eftirfarandi: Pabbi 6, Mamma 28, Kristinn 9, Ólafía +1,5. Lesa meira
Birgir Leifur spilaði á 70 höggum á 3. hring PGA úrtökumótsins
Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnumaður í GKG, spilaði í dag 3. hring á 2. stigi úrtökumóts fyrir PGA Tour 2013. Keppt er á Plantation Preserve Golf Course & Club, í Plantation, í Broward sýslu, í Suður-Flórída. Sjá má heimasíðu golfstaðarins með því að SMELLA HÉR: Birgir Leifur lék á 1 undir pari, 70 höggum í dag, fékk 4 fugla, 12 pör og 1 skolla og 1 skramba. Samtals er Birgir Leifur búinn að spila á sléttu pari, 213 höggum (70 73 70) og er sem stendur í 61. sæti, en nokkrir eiga eftir að koma í hús og getur sætisröðun hans raskast. Meðal þeirra sem eftir á að koma inn er sá sem Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2012 (34. grein af 34): Jodi Ewart
Það var enska stúlkan Jodi Ewart sem bar sigurorð af öllum í Q-school LET nú fyrr á árinu. Með þessari grein hafa „nýju kylfingarnir“ á öllum 4 helstu golfmótaröðum heims, árið 2012 verið kynntir: PGA; LPGA; Evróputúrsins og nú LET. Það er ágætt því nú fara að hefjast ný úrtökumót og mun Golf 1 halda áfram að kynna „nýju kylfingana“, sem eru oftar ekki eru gamlir í hettunni að vinna sér inn aukinn spilarétt … en svo alltaf einhverjir nýjir áhugaverðir inn á milli. En nú að Jodi Ewart sigurvegara Q-school LET 2012, þeirri sem varð í 1. sæti. Jodi Ewart er fædd 7. janúar 1988 í Northallerton í Englandi Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ottó Sigurðsson – 15. nóvember 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Ottó Sigurðsson. Ottó er fæddur 15. nóvember 1979 og er því 33 ára í dag. Ottó er afrekskylfingur í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG). Hann hefir æft golf frá árinu 1993, þ.e. frá 14 ára aldri. Hann var m.a. skráður í PGA á Íslandi og því atvinnumaður í golfi 2007-2009. Hann hefir staðið sig geysivel í fjölmörgum opnum mótum og mætti sem dæmi nefna glæsilegan sigur hans í ZO-ON mótinu 19. júní 2010, þegar hann spilaði Hvaleyrina á -5 undir pari, 66 höggum. Aðeins 3 vikum áður sigraði Ottó höggleikinn á Vormóti Hafnarfjarðar og svo mætti sem dæmi nefna sigur hans á 1. maí móti GHR 2008. Lesa meira
Nick Faldo telur að kynlífshneyksli Tiger hafi eyðilagt hann og telur erfiðara fyrir hann að vinna risatitla
Tiger Woods virðist hafa tapað einhverju frá því að upp kom um kynlífshneyksli hans fyrir 3 árum. Hægt er að benda á sveiflu hans eða sjálfsöryggi eða kannski líður Tiger ekki vel á golfvellinum lengur. Atvinnukylfingurinn og golffréttaskýrandinn Sir Nick Faldo telur að „kynlífshneyksli Tiger hafi haft alvarlega skemmandi áhrif og hann setur spurningamerki við hvar hugur Tiger sé þegar hann tíar upp. „Uppljóstranirnar hafa haft meiri skemmandi áhrif en fólk heldur,“ sagði Faldo á BBC Radio. Þær hafa eyðilagt þá undursamlegu ró sem kemur yfir mann þegar gengið er út á golfvöllinn, hann tekur út kassa af boltum og slær frá 9 til 5 og hugsar bara um golf. Lesa meira
Evróputúrinn: Fremur óþekktur Spánverji Javier Colomo í forystu á UBS Hong Kong Open eftir 1. dag
Það er fremur óþekktur spænskur kylfingur Javier Colomo sem leiðir eftir 1. dag á UBS Hong Kong Open. Hann var á 6 undir pari, 64 höggum, fékk 6 fugla og 12 pör, þ.e. skilaði inn hreinu skorkorti og skaust þar með með 1 höggi yfir þann sem leiddi mest allan morguninn, Miguel Ángel Jiménez. Jiménez er ekki einn í 2. sæti heldur náði Ástralinn Andrew Dodt einnig að skjóta sér í 2. sætið, en báðir eru þeir á 5 undir pari. Í 4. sæti eru 5 kylfingar sem allir eru búnir að spila á 4 undir pari, 66 höggum: Kínverjinn Lian-wei Zhang; Spánverjinn José Maria Olázabal; Svíinn Fredrik Anderson Hed; YE Lesa meira
Formannafundur GSÍ verður haldinn n.k. laugardag
Formannafundur Golfsambands Íslands verður haldið laugardaginn 17. nóvember 2012. Fundarstaður er Golfskáli Golfklúbbs Suðurnesja í Leiru og hefst stundvíslega kl. 13:00. Dagskrá fundarins er samkvæmt lögum GSÍ og jafnframt verður kynnt niðurstaða nefndar um stefnumótun sambandsins, sem sett var á laggirnar að loknu golfþingi 2011.
Paige MacKenzie reynir fyrir sér sem golffréttaskýrandi á Golf Central
LPGA-kylfingurinn Paige MacKenzie mun verða við CME Group Titleholders í Orlando, Flórída …. en ekki til þess að keppa í þetta sinn …. heldur verður hún í hlutverki golffréttaskýranda fyrir Golf Central. CME Group Titleholders er síðasta mótið á dagskrá LPGA á þessu ári og hefst í dag, 15. nóvember og stendur til 18. nóvember. Paige kom fram í þætti Golf Channel til þess að ræða ýmislegt sem hefir verið á dagskrá LPGA undanfarið ár. M.a. ræðir hún um Stacy Lewis, sem nýlega var valin kylfingur ársins á LPGA og þýðingu hennar fyrir bandaríska golfáhangendur. Sjá má myndskeið af Paige Mackenzie í Golf Channel með því að SMELLA HÉR:









