Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2012 | 20:30

NGA: Þórður Rafn komst ekki í gegnum niðurskurð í Harmony

Þórður Rafn Gissurarson, GR, dró sig í dag úr   4. móti NGA Pro Tour – Bridgestone Winter Series, í Harmony Golf Preserve, í Harmony, Flórída. Þátttakendur eru 88.

Þórður Rafn spilaði á 77 höggum í gær og ljóst að erfitt myndi verða fyrir hann að komast í gegnum niðurskurð.

Það voru 29 efstu og þeir sem jafnir eru í 29. sæti sem fá að spila á morgun. Niðurskurður miðaðist við samtals 4 undir pari eftir 2. dag.

Næsta mót NGA Pro Tour er í Southern Dunes Golf Club í Flórída og fer fram dagana 27.-29. nóvember þ.e. eftir 2 vikur.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag mótsins í Harmony Golf Preserve SMELLIÐ HÉR: