Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2012 | 15:30

Sandy Lyle spilar ásamt syni sínum James á feðra/sona móti

Frægðarhallarkylfingurinn Sandy Lyle mun keppa ásamt syni sínum, James í feðra/sona móti þ.e. PNC Father/Son Challenge í Orlando, Flórída, dagana 13.-16. desember n.k.

Hér áður fyrr gátu þeir ekki keppt saman því annaðhvort var James ekki nógu gamall eða kunni ekki golf.

Nú er James hins vegar orðinn nógu gamall og ekki nóg með það hann er kominn með 5 í forgjöf og er félagi í Woburn golfklúbbnum, sem er nálægt London.

Aðspurður um Ryder Cup og af hverju hann hefði ekki enn verið útnefndur fyrirliði  liðs Evrópu vísaði Lyle til þess að hann og Larry Nelson væru í svipuðum kringumstæðum þar sem þeir hefðu báðir unnið risamót og átt farsæla Ryder Cup keppnisferla, en gengið hefði verið framhjá þeim hvað snerti stöðu fyrirliða.

Líklegast er að annaðhvort Darren Clarke eða Paul McGinley verði næsti fyrirliði Ryder Cup liðs Evrópu.