Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2012 | 07:00

Evróputúrinn: Jiménez tekur forystu snemma dags í Hong Kong

Miguel Ángel Jiménez hefir tekið forystu snemma dags á UBS Hong Kong Open, sem hófst fyrr í morgun í Fanling í Hong Kong.

Jiménez kom inn á 5 undir pari, 65 höggum. Hann fékk 5 fugla, 11 pör og 2 skolla.

Fjórir kylfingar eru sem stendur í 2. sæti: José Maria Olázabal fyrirliði liðs Evrópu í Ryder Cup, Svíinn Fredrik Anderson Hed, Y.E Yang frá Suður-Kóreu og kínverskur kylfingur, Lian-Wei Zhang.  Þeir allir eru búnir að spila á 4 undir pari, 66 höggum.

Margir kylfingar eiga eftir að ljúka leik og því getur framangreind stað breyst eftir því sem líður á daginn.

Til þess að fylgjast með stöðunni á UBS Hong Kong Open SMELLIÐ HÉR: