Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2012 | 20:15

Birgir Leifur var á 73 höggum á 2. degi úrtökumótsins í Flórída

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnumaður í GKG, spilaði í dag 2. hring á 2. stigi úrtökumóts fyrir PGA Tour 2013.

Keppt er á Plantation Preserve Golf Course & Club, í Plantation, í Broward sýslu, í Suður-Flórída. Sjá má heimasíðu golfstaðarins með því að SMELLA HÉR: 

Birgir Leifur lék á 2 yfir pari, 73 höggum í dag, fékk 1 fugl, 15 pör og 1 skolla og 1 skramba. Samtals er Birgir Leifur búinn að spila á 1 yfiir pari, 143 höggum  (70 73) og er sem stendur í 62. sæti. Einkavinur Tiger Woods, Notah Begay er í 68. sæti, 2 höggum á eftir Birgi Leif. Í efsta sæti er „heimamaðurinn“ Rob Oppenheim, á samtals 12 undir pari.

Golf 1 óskar Birgi Leif góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á 2. stigi PGA Tour úrtökumótsins SMELLIÐ HÉR: