Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2012 | 07:30

Rory slær bolta af Peak Tower í Hong Kong

Nú á þriðjudaginn s.l. á blaðamannafundi fyrir UBS Hong Kong Open sló Rory McIlroy nokkra bolta af þaki Peak Tower í Hong Kong. Spurning hvort einhver hafi fengið þá í sig niðri á götum Hong Kong?

Það er Rory sem á titil að verja á UBS Hong Kong Open.

Auk Rory voru eftirfarandi kylfingar staddir á fundinum: fjórfaldur US PGA Tour sigurvegari Matt Kuchar og þrír risamótsmeistarar: Pádraig Harrington, Paul Lawrie og Yang Yong-eun (betur þekktur sem YE Yang).

The Hong Kong Open er elsta mót Hong Kong. Það hófst 1959 og varð hluti af dagskrá Evrópumótaraðarinnar fyrir 10 árum, þ.e. 2002. Það á sér ríka og virta sögu, en sigurvegarar á því hafa m.a. verið 10 sigurvegarar risamóta, sem eiga 27 risatitla sín á milli.