Branden Grace stefnir á að sigra SA Open
Eftir að hafa sigrað 4 sinnum á nýliðaári sínu á Evrópumótaröðinni, þá getur Branden Grace náð að toppa þetta allt saman með titli sem hann setur ofar öllu: að sigra heima í Suður-Afríku á SA Open.
Skotinn Richie Ramsay er eini alþjóðlegi kylfingurinn sem tekist hefir að sigra á hinu sögulega South African Open síðasta áratuginn, þannig að þeir sem líklegastir eru taldir til að sigra í Serengeti nú um helgina eru Suður-Afríkumennirnir Branden Grace, Charl Schwartzel og sá sem á titil að verja Hennie Otto.
Grace sigraði á Joburg Open, Volvo Golf Champions, China Open og Alfred Dunhill Links og er þannig í 6. sæti á peningalista Evrópumótaraðarinnar.
South African Open er næstelsta mótið í golfi (1893) á eftir Opna breska (1860). Sigur fyrir Grace myndi setja hann á pall með Ernie Els, Retief Goosen og golfgoðsögnunum Gary Player og Bobby Locke.
„Ég hef verið að hlakka til þessa móts. Ef maður er suður-afrískur kylfingur, þá er þetta mótið sem maður vill sigra á,“ sagði Grace.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024