NGA: Þórður Rafn á 77 högum eftir 1. dag í Harmony Golf Preserve
Í dag hófst 4. mótið á NGA Pro Tour – Bridgestone Winter Series. Nú er spilað í Harmony Golf Preserve, í Harmony, Flórída. Þátttakendur eru 88 og Þórður Rafn Gissurarson, GR, meðal keppenda. Þórður Rafn átti hring upp á 5 yfir pari, 77 högg, fékk aðeins 1 fugl, 12 pör, 4 skolla og 1 skramba og er sem stendur í 76. sæti, sem hann deilir með TJ Regan frá Lynnfield, Massachusetts. Það eru 29 efstu og þeir sem jafnir eru í 29. sæti sem fá að spila 3. daginn. Eftir 1. dag er niðurskurður miðaður við 2 undir pari og þarf Þórður Rafn að vinna upp 7 högg ætli hann Lesa meira
Birgir Leifur í 33. sæti eftir 1. dag 2. stigs PGA úrtökumótsins
Birgir Leifur „okkar“ Hafþórsson, atvinnumaður í GKG, hóf í dag keppni á 2. stigi úrtökumóts fyrir PGA Tour 2013. Keppt er á Plantation Preserve Golf Course & Club, í Plantation, í Broward sýslu, í Suður-Flórída. Sjá má heimasíðu golfstaðarins með því að SMELLA HÉR: Birgir Leifur kom inn á 1 undir pari, 70 höggum og er sem stendur í 33. sæti, sem hann deilir ásamt 4 öðrum kylfingum. Hann byrjaði á 10. teig í dag og fékk tvo fugla (á 14. og 1. braut) og 1 skolla (á 5. braut). Í efsta sæti eru tveir bandarískir kylfingar Rob Oppenheim og Kris Blanks á 8 undir pari. Meðal keppenda eru og Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2012 (33. grein af 34): Anaïs Magetti
Það var svissneska stúlkan Anaïs Magetti sem varð í 2. sæti á Q-school LET á La Manga nú fyrr á árinu. Anaïs Magetti fæddist í Losone, 9. desember 1990 og er því 21 árs. Hún talar ítölsku, frönsku, þýsku og ensku. Hún nam viðskiptafræði við íþróttaskólann sem hún var í. Golfklúbburinn sem Anaïs er í, í Sviss er Golf Gerre Losone í Ticino héraðinu í Sviss. Sem áhugamaður spilaði Anaïs á nokkrum mótum á LET.Hún varð í 22. sæti á Deutsche Bank Ladies Swiss Open 2008. Hún varð T-14 á Deutsche Bank Ladies Swiss Openn 2010. Hún var á besta skorinu 7 undir pari (64) á Swiss International Championship árið 2011. Eins spilaði Anaïs Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Rafn Stefán Rafnsson – 13. nóvember 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Rafn Stefán Rafnsson. Rafn Stefán er fæddur 13. nóvember 1978 og er því 34 ára í dag. Hann er klúbbmeistari Golfklúbbsins Odds 2012. Komast má af facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Rafn Stefán Rafnsson (34 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Robert Jay Sigel, 13. nóvember 1943 (69 ára); Rosie Jones, 13. nóvember 1959 (53 ára); Sahra Hassan, 13. nóvember 1987 (25 ára)….. og …… Baldvin Þór Sigurbjörsson (26 ára) Ernir Steinn Arnarsson Marianna Fridjonsdottir Arnþór Örlygsson Framkvæmdafélag Listamanna Þuríður Bernódusdóttir (58 ára) Rögnvaldur A Sigurðsson (47 ára) Golf 1 óskar Lesa meira
Rory McIlroy þykir líklegur til að verða valinn „kylfingur ársins“ bæði á Evrópumótaröðinni og PGA Tour
Heimsins besti Rory McIlroy er nú talinn líklegastur til að hreppa titilinn Kylfingur ársins bæði á PGA Tour og Evrópumótaröðinni. Það voru vonbrigði fyrir Rory fyrir 2 árum að hljóta ekki titilinn „nýliði ársins“ en í ár virðist erfitt að ganga framhjá Rory sem kylfingi ársins þar sem hann er nr. 1 á heimslistanum, hlaut 2. risamótstitil sinn á árinu og er efstur á peningalistum beggja mótaraða. Rory McIlroy og Tiger Woods eru meðal fimm kylfinga sem PGA Tour hefir tilnefnt til POY þ.e. kylfings ársins viðurkenningarinnar, en það eru leikmenn PGA Tour sem velja leikmann ársins. Hinir sem tilnefndir eru til PGA Tour „Kylfings ársins“ viðurkenningarinnar eru Brandt Snedeker, Lesa meira
12 eftirminnilegustu golfhöggin 2012
Golf Digest hefir tekið saman lista með 12 eftirminnilegustu höggum ársins 2012. Þar gefur m.a. að finna högg Kyle Stanley á 18. holu Torrey Pines, á Farmers Insurance Open. Pútt IK Kim á lokaholu Kraft Nabisco Championship. Og svo er auðvitað albatross Louis Oosthuizen á 2. holu the Masters. Til þess að sjá í máli og myndum 12 eftirminnilegustu golfhöggin 2012 SMELLIÐ HÉR:
Matteo Manassero fer upp í 46. sætið á heimslistanum
Fyrir Barclays Singapore Open var Matteo Manassero í 85. sæti heimslistans. Vegna sigursins fer hann upp um 39 sæti í 46. sætið og er því að nýju orðinn einn af 50 bestu kylfingum heims. Staða efstu manna á heimslistanum er óbreytt: Rory er heimsins besti; í 2. sæti er Tiger Woods; í 3. sæti Luke Donald og í 4. sæti Lee Westwood. Síðan koma smávegis hreyfingar: Adam Scott fer úr 6. sætinu í 5. sætið og Louis Oosthuizen úr 10. sætinu í 6. sætið. Að sama skapi fellur Justin Rose úr 5. sætinu í 7. sætið og Jason Dufner úr 7. sætinu í 8. sætið. Brandt Snedecker situr sem fastast Lesa meira
Peter Hanson og Justin Rose sigra á Tyco Golf Skills Challenge
Enski kylfingurinn Justin Rose og sá sænski Peter Hanson sigruðu í gær í Tyco Golf Skills Challenge, þ.e. einskonar golfþrautakeppni á Breakers golfstaðnum í Palm Beach, Flórída. Rose og Hanson — liðsfélagar í sigurliði Ryder Cup — sigruðu þá Dustin Johnson and Keegan Bradley í keppni með Reverse Scramble fyrirkomulagi á lokahringnum til að tryggja sér titilinnn. Allt var jafnt þannig að vippkeppni var látin skera úr um úrslitin. Vipp Hanson fór 2 fet og 10 þumlunga frá holu meðan Bradley vippaði 3 fet og 6 þumlunga frá. Önnur lið sem þátt tóku í keppninni voru Zach Johnson og Kyle Stanley og Mark O’Meara og Mark Calcavecchia. Jafnframt var keppt í 6 þrautum: lengsta Lesa meira
Hver er betri? Jesper Parnevik eða Heidi Klum… að dansa Gangnam Style?
Ofurmódelið og mamma „Germany´s Next Top Model“ Heidi Klum er sú nýjasta, sem dansar Gangnam Style. Það gerði hún í gær, þegar hún var kynnir við afhendingu MTV evrópsku tónlistarverðlaunanna (ens.: MTW European Music Awards) þar sem PSY, sem Heidi dansar með í myndskeiðinu hlaut verðlaun fyrir þennan geysivinsæla dans sinn. Sjá má Heidi og PSY með því að SMELLA HÉR: Ekki er langt síðan að Golf1 birti frétt af því að sænski kylfingurinn Jesper Parnevik ásamt fjölskyldu og nokkrum vinum af PGA Tour hefði gert myndband þar sem allir dansa Gangnam. Það má sjá með því að SMELLA HÉR: Spurningin er nú hvor eru betri Heidi Klum og Lesa meira
GB: Golfklúbbi Borgarness veitt verðlaun fyrir bestan frágang lóðar við atvinnuhúsnæði
Laugardaginn s.l., 10.11.12 var haldinn Umhverfisdagur Borgarbyggðar. Á þeim degi voru m.a. eftirfarandi verðlaun og viðurkenningar veitt: 1. Fyrir bestan frágang lóðar við íbúðarhúsnæði. 2. Fyrir bestan frágang lóðar við atvinnuhúsnæði. 3. Fyrir snyrtilegasta bændabýlið. 4. Sérstök viðurkenning umhverfis- og skipulagsnefndar. Hamarsvöllur fékk loks verðskulduð verðlaun fyrir annan lið, þ.e. bestan frágang lóðar við atvinnuhúsnæði, enda að verða náttúrperla í hjarta byggðarinnar. Það sannar heimsókn yfir tíuþúsunda golfara sem að keyrðu víðs vegar að á liðnu sumri til að njóta vallarins og umhverfisins. Flott aðdráttarafl fyrir byggðarlagið því þessir gestirnir vörðu 5-7 tímum á svæðinu og mjög oft voru einhverjir samferða þeim, sem ekki léku golf og notuðu því aðra Lesa meira










