Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2012 | 19:30

Nokkrar staðreyndir um Anniku Sörenstam

Vissuð þið eftirfarandi um einn albesta kvenkylfing allra tíma, Anniku Sörenstam, sem enn er uppáhaldskylfingum margra Íslendinga, þótt hún hafi lagt kylfiurnar á hilluna og keppi ekki lengur á atvinnumannamótunum og kemur aðeins fram í stöku móti oftar en ekki til stuðnings góðu málefni?

* Á atvinnumannsferli sínum vann Annika í 72 opinberum mótum LPGA, þ.á.m. á 10 risamótum og 18 öðrum alþjóðlegum mótum.

* Sem barn var Annika alhliða íþróttamaður. Hún var meðal bestu tennisspilara í Svíþjóð, hún spilaði fótbolta og er frábær á skíðum.

* Annika var svo feimin sem unglingur að hún þrípúttaði af ásetningi til þess að verða ekki í 1. sæti og þurfa ekki að halda sigurþakkarræðuna.

* Eitt af áhugamálum Anniku er eldamennska og hún hefir tekið þátt í matreiðslusýningum á vegum LPGA.

* Annika hefir haft mikinn áhuga á  fjárfestingum,  fasteignakaupum og verðbréfamarkaðnum allt frá því hún vann fyrsta vinningstékka sinn á LPGA og í ágúst 2006 var henni boðið að hringja bjöllunni í verðbréfahöllinni í New York (ens. New York Stock Exchange).

*Systir Anniku, Charlotta er atvinnukylfingur sem kennir í golfskóla Anniku.