Japanska PGA: Luke Donald í efsta sæti fyrir lokahringinn í Japan
Nr. 3 á heimslistanum Luke Donald er enn í forystu fyrir lokahring Phoenix Dunlop mótsins í Phoenix Country Club í Miyazaki, Japan en þetta er í fyrsta sinn í 5 ár sem hann spilar á japanska PGA þ.e. hann hefir ekki tekið þátt í japönsku móti frá árinu 2007. Luke er búinn að spila á samtals 13 undir pari (65 64 71) og á 4 högg á næstu menn Brendan Jones frá Ástralíu og heimamanninn Shunsuke Sonoda sem búnir eru að spila á 9 undir pari, hvor. Spánverjinn Alvaro Quiros er búinn að spila á samtals 5 undir pari og er T-10 og Svíinn Jonas Blixt, sem líka tekur þátt í mótinu er Lesa meira
LPGA: Ai Miyazato leiðir þegar CME Group Titleholders er hálfnað
Japanski kylfingurinn og fyrrum nr. 1 á heimslistanum Ai Miyazato er komin í forystu á CME Group Titleholders mótinu, lokamóti LPGA á Twin Eagles Golf Club í Naples, Flórída. Ai Miyazato hefir samtals spilað á 10 undir pari, 134 höggum (70 64), en hún átti frábæran 2. hring upp á 8 undir pari, 64 högg, þar sem hún fékk 9 fugla, 8 pör og 1 skolla. Hún þurfti aðeins 25 pútt á hringnum góða. Eftir 2. hringinn sagði forystukonan Ai m.a. að árangurinn væri afrakstur mikillar vinnu undanfarinna mánaða. „… þetta er síðasta mótið (á LPGA í ár) þannig að hef engar væntingar til mín og það er bara yndislegt og Lesa meira
Sólskinstúrinn: Henrik Stenson í forystu þegar SA Open er hálfnað
South Africa Open er samstarfsverkefni Sólskinstúrsins suður-afríska og Evrópumótaraðarinnar. Annar hringur SA Open hófst var spilaður í gær á Serengeti Golf & Wildlife Estate í Ekurhuleni í Suður-Afríku. Mótið er 2. elsta golfmótið í heimi (hófst 1893) aðeins Opna breska er eldra (hófst 1860). Svíinn Henrik Stenson leiðir þegar mótið er hálfnað. Hann lék 2. hring á 7 undir pari, 65 höggum. Samtals er Stenson búinn að spila á 13 undir pari, 131 höggi (66 65) – lék fyrri daginn á 6 undir pari, 66 höggum. Hann byrjaði í gær á 10. teig, fékk 5 pör á fyrstu holurnar, síðan 3 fugla í röð og lauk sínum fyrri 9 með Lesa meira
Birgir Leifur úr leik í Flórída
Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnumaður í GKG, spilaði í dag 4. hring og síðasta hring á 2. stigi úrtökumóts fyrir PGA Tour 2013. Keppt var á Plantation Preserve Golf Course & Club, í Plantation, í Broward sýslu, í Suður-Flórída. Sjá má heimasíðu golfstaðarins með því að SMELLA HÉR: Nítján efstu og þeir sem voru efstir í 19. sæti komust áfram á lokaúrtökumót fyrir PGA Tour 2013. Birgir Leifur lék samtals á 2 yfir pari, 286 höggum (70 73 70 73) og hafnaði í 70. sæti af 74 þáttakendum. Efstur varð „heimamaðurinn“ Rob Oppenheim frá Orlandó, Flórída, var á samtals 21 undir pari, 263 höggum (63 67 66 67), en hann var í nokkrum Lesa meira
Nýtt: Bestu par-3 brautir í heiminum (nr. 1 af 10)
Ein fallegasta par-3 braut í heiminum og þótt víðar væri leitað er par-3 15. brautin í Cypress Point golfklúbbnum í Kalíforníu. Hún er 131 metra af öftustu teigum og slegið er yfir Kyrrahafið. Umhverfið er eins fallegt og í þjóðgarði; það er bara golfvöllur á staðnum. Golfvallarhönnuðurinn Alister MacKenzie hefir skapað listaverk innan um furutré og sandhóla; maður fellur hreinlega í stafi við útsýnið sem blasir við. Sýnin er ógleymanleg og holan næstum eins góð eins og sú næsta, sem kemur þar á eftir.
Afmæliskylfingur dagsins: Ævarr Freyr Birgisson – 16. nóvember 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Ævarr Freyr Birgisson. Ævarr Freyr er fæddur 16. nóvember 1996 og er því 16 ára í dag. Ævarr Freyr er í Golfklúbbi Akureyrar (GA) og m.a. kylfingur ársins hjá GA 2011. Hann hefir spilað á Unglingamótaröð Arion banka, drengjaflokki 15-16 ára, í sumar með góðum árangri. Þess mætti geta að drengjaflokkur er yfirleitt fjölmennasti flokkurinn á Unglingamótaröðinni en keppendur yfirleitt á bilinu 30-40. Þannig varð Ævar Freyr í 6. sæti á 1. móti mótaraðarinnar á Skaganum. Ævarr Freyr varð í 15. sæti á 2. mótinu á Þverárvelli í Fljótshlíðinni og í 10. sæti á 3. mótinu á Korpunni. Á Íslandsmótinu í höggleik í drengjaflokki varð Ævarr Freyr Lesa meira
Matthew Guyatt leiðir enn þegar Talisker Australian Open er hálfnað – Adam Scott í 3. og Ian Poulter í 5. sæti
Í gær hófst á Kingston Heath golfvellinum í Melbourne, Ástralíu, Talisker Australian Open. Það er Ástralinn Matthew Guyatt sem leiðir þegar mótið er hálfnað. Guyatt er samtals búinn að spila á 10 undir pari, 134 höggum (65 69). Í 2. sæti er landi Guyatt, Michael Landry, tveimur höggum á eftir þ.e. á samtals 8 undir pari, 136 höggum (67 69). Í 3. sæti er Adam Scott á samtals 7 undir pari, 137 höggum (67 70). Fjórða sætinu deila síðan Ástralinn Craig Hancock og Ryder Cup hetja evrópska liðsins Ian Poulter á samtals 6 undir pari, 138; Hancock (68 71) og Poulter (67 72). Graeme McDowell, sigurvegari Opna bandaríska risamótsins 2010 er á Lesa meira
Lee Westwood segir skilið við kylfusvein sinn Billy Foster
Lee Westwood hefir tekið einhverja erfiðustu ákvörðun á atvinnumannsferli sínum og sagt skilið við góðan vin sinn og kylfusvein, Billy Foster. Sá síðarnefndi hefir verið frá í 6 mánuði vegna hnjámeiðsla. Lee hélt hann í slíkum hávegum að hann sagði að pokinn biði þar til Billy Foster væri búinn að ná sér. En nú hefir hann sagt Billy að taka pokann sinn. Talið er að Westwood hafi sagt skilið við Foster vegna þess að einungis 1 risamót er fram að því að Lee Westwood verður 40 ára, þ.e. Masters á næsta ári og hann þarf að fá góðan samstarfsaðila ætli hann sér að sigra. „Billy var gífurlega vonsvikinn, eins og Lesa meira
Evróputúrinn: Michael Campbell leiðir þegar UBS Hong Kong Open er hálfnað – Rory komst ekki í gegnum niðurskurð
Það er Nýsjálendingurinn Michael Campbell, sem leiðir þegar UBS Hong Kong Open er hálfnað. Campbell er á samtals 9 undir pari, 131 höggi (67 64). Í 2. sæti eru 3 kylfingar aðeins höggi á eftir á samtals 8 undir pari, 132 höggum: Lian-wei Zhang, Miguel Ángel Jiménez og Fredrik Anderson Hed. Í 5. sæti er Daninn Anders Hansen, á samtals 7 undir pari, 133 höggum (69 64). Heimsins besti, Rory McIlroy þreyttur, daufur og slappur, eða hvaða afsakanir sem hann ber fyrir sig, komst eins og Golf 1 spáði í gær ekki í gegnum niðurskurð. Hann spilaði á 5 yfir pari, 145 höggum (73 72). Niðurskurður var miðaður við samtals Lesa meira
Japanska PGA: Luke Donald í 1. sæti þegar Phoenix Dunlop er hálfnað
Nr. 3 á heimslistanum Luke Donald tekur þátt í Phoenix Dunlop mótinu í Phoenix Country Club í Miyazaki, Japan og er þetta í fyrsta sinn í 5 ár sem hann spilar á japanska PGA þ.e. hann hefir ekki tekið þátt í japönsku móti frá árinu 2007. Donald er í efsta sæti þegar mótið er hálfnað. Hann var á 6 undir pari, 65 höggum í gær og bætti um betur í dag spilaði á 7 undir pari 64 höggum og er því samtals á 13 undir pari, 129 höggum (65 64). Luke hefir 2 högga forystu á „heimamennina“ Shunsuke Sonoda og Hiroyuki Fujita. Meðal þeirra sem við þekkjum af bandarísku PGA Lesa meira








